Anna Jóelsdóttir í Art Chicago

ajoelsd,NEXT solo booth w.STUX 2008 (3)Art Chicago/Next art fair lýkur á morgun í Chicago, en þar hefur Anna Jóelsdóttir verið með bás á vegum STUX gallerís í New York.

Anna er búsett í Chicago. Hún hefur ekki sýnt hérlendis síðan hún var með verk á sýningunni Tvívíddvídd í Nýlistasafninu árið 2005, þar sem hún sýndi álíka stangir og nú í kaupstefnunni á Chicago. 

Ég var sýningarstjóri Tvívíddarvíddar og hafði rekist á verk Önnu í Hafnarborg. En henni hefur vegnað vel síðan, þarna vestanhafs.

Ég held að það sé tímabært að fá einkasýningu frá henni hér heima og reyndar líka tímabært að greina stöðu abstraktmálverksins á Íslandi.  En einhver þráður liggur á milli verka Önnu, Sigtryggs Bjarna, Davíðs Arnars, Ragnars Jónassonar og Jóhannesar Dagssonar, svo dæmi séu nefnd.

Það er skrípa abstraktið sem blífur

Hér er hlekkur á heimasíðu Önnu.

www.annajoelsdottir.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Já þegar þú segir það þá er það rétt hjá þér. Það er einhver samhljómur hjá þeim í framsetningu. litum og efni. Það væri spennandi að sjá samsýningu með þessum hóp.

Lárus Vilhjálmsson, 29.4.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég myndi segja Skrípó-abstrakt. Myndablöð og teiknimyndir voru skrípó í mínu ungdæmi allavega.

Skoðaði heimasíðu Önnu. Verkin minna mig mislangsótt á t.d. Kandinsky, Matta, Jóhönnu Boga...heimur abstraktlistarinnar er svo fjölskrúðugur að hver ný viðbót á sér samsvörun einhversstaðar í sögunni.

Hinsvegar gekk mér illa að sjá ákveðna tengingu við comic abstraction í verkum hennar, amk. afgerandi fígúratíva tengingu hvort sem það er skilyrði eður ei. Það eru náttúruvísanir í þessum verkum sem mér sýnist hafa yfirhöndina.

Kristbergur O Pétursson, 29.4.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: Ransu

Rétt Kristbergur, "Skrípó" hljómar betur.

Mér finnst spurning hvort fígúratíf tenging sé nauðsynleg í comic abstraction-verkum, þótt að höfundur hugtaksins, Roxana Marcoci, hafi tekið þann pól í hæðina fyrir sýninguna í MoMA. 

Það eru vissir þættir í línuteikningu hjá Önnu og dekorasjón í sprengi-byggingu sem tengja mann teiknimyndaheiminum, en rétt er að hún er fjarlægari honum en t.d. Davíð Örn og Ragnar. Hún er auðvitað eldri en þeir og ekki alin upp við Cartoon network.  Sama má segja um Sigtrygg. það eru bara partar af hans verkum sem gætu fallið inn í þennan hóp.  Ég gleymdi líka að nefna Jón Garðar Henrýsson, sem ætti vel erindi inn í þennan pakka. Og svo eru mín verk sennilega meira skrípó-abstrakt en verk Önnu og Sigtryggs.

Er því ekki enn frekari ástæða til að taka stöðu abstraktlistarinnar til skoðunar?

Ransu, 29.4.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband