Safneign?

Roth ReykjavikÞetta eru mikil menningarverðmæti sem Nýlistasafnið hefur yfir að ráða. Þó er visst vandamál með að listaverkasafnið samanstandi af gjöfum sem oft hafa verið lagðar við tröppurnar í bambuskörfum og sjaldnast með einhverju gjafabréfi eða undirrituðum samning.

Er safnið þá ekki réttindalaust gagnvart höfundum og erfingjum þeirra? 

Það þarf ekki annað en að einhver SÚMarinn sé óánægður með stjórn eða stefnu safnsins í dag að þá getur hann mætt á svæðið, tekið verk sín og sagt ; "Ja, ég var bara að geyma þetta hérna".

Slíkt hefur reyndar gerst.

Hvar eru t.d Reykjavíkurmyndirnar frægu sem Dieter gaf safninu?

Síðast að ég heyrði þá var búið að taka þær....


mbl.is Dieter Roth kemur upp úr kössunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þetta er ömurlegt.

Ragga (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Frábært að það eru að koma gullmolar upp úr kössum en auðvitað sorglegt að verkin hafi ekki verið skrá jafn óðum. Það er flott hjá stjórn safnsins af fara í þetta mikla verk að skrá allt safnið. Já hvar er þetta glæslega verk Dieter Roths? Ég held að það sé til í 3 eintökum og Nýló á að eiga eitt þeirra.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 4.5.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Ransu

Ég garfaði eilítið í þessu með Reykjavíkurmyndirnar þegar mér var sagt af fyrrum stjórnarmeðlimi safnsins að erfingi Dieters hafi fengið verkið til að lána á stórsýningu hér um árið, en vilji svo ekki skila því (miklir peningar í húfi). þetta var fyrir um hálfu ári síðan og þá, samkvæmt stjórnarmeðlimi þessum og fékk það staðfest frá öðrum, að þá var staðan óbreytt. Veit ekki hvað hefur gerst síðan.

Ég kynnti mér þá söguna, en hugmyndin var að fjalla um þetta í af listum pistli. Ég hringdi í gamalreynda Nýlistarforystumenn, en eitthvað var fólk hikandi um þetta svo ég saltaði pistilinn.

Gæti verið ástæða að hefja heimildarsöfnun að nýju, nú þegar verið er að opna kassa. 

Mér var líka sagt frá bréfum sem Dieter skrifaði til eldri stjórnar þar sem hann er ósáttur við geymslumál (eins og hann talaði máli hnignunar að þá hefur hann samt viljað að verkin geymdust vel).

Það væri gaman ef þessi bréf væru aðgengileg, og kannski eru þau það. Ég held að núverandi stjórn Nýlistasafnsins sé ekkert að fela neitt, bara opna allt.

Ransu, 4.5.2008 kl. 15:19

4 identicon

Það fylgdu gjöfinni kvaðir, verkið átti að vera varanlega til sýnis og það þurfti að smíða einhverjar mublur í kringum þetta. Það var smá kostnaður við þetta sem safnið réð ekki við og Reykjavíkurborg hafði engan áhuga á þessu. Einhverntímann var verkið held ég í vörslu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Ég held að Dieter Roth hafi tekið gjöfina til baka af því að ekkert hafði gerst í málinu í dálítinn tíma. Ég talaði við Björn á sínum tíma um að fá verkið aftur. Hann tók vel í það og sagði að Dieter hefði viljað að verkið væri til hér í Reykjavík, og að það væri til sölu. Verkið er í þremur eintökum, en var í einu eintaki þegar Nýlistasafnið átti það. Eitt var selt þegar ég hitti Björn fyrir fimm árum eða svo. Væntanlega er eitt eintak til fyrir Reykjavík, ef einhver skildi hafa áhuga.  

Ásmundur Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Ransu

Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar Ási.

Þetta er hið furðulegasta mál.

Ransu, 5.5.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband