14.5.2008 | 14:48
Antun Maracic
Antun Maracic er elstur í hópi Króatanna sem opna í gallerí 100°.
Hann er fæddur í Nova Gradiska árið 1950 og var einn af Ný-konseptlistamönnum Króata á hvörfum níunda áratug síðustu aldar. Maracic er líka gagnrýnandi og framkvæmdarstjóri hjá Umjetnicka galerija í Dubrovnik.
Verkið sem hann sýnir heitir Lokrum og er on-going-prójekt, ekki ólíkt því sem Auggie nokkur í myndinni Smoke stundaði, en Maracic hefur tekið ljósmyndir af eyjunni Lokrum síðan árið 2000 við hin ýmsu veðurskilyrði. Hann leitar eftir matgbreytilegum aðstæðum innan stöðugleika. Myndunum fylgja einnig lýsingar á upplifun.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 16.5.2008 kl. 16:23 | Facebook
Athugasemdir
Ég fletti upp á gallerí 100, það er víst á Bæjarhálsi 1. 100 gráðu heitt vatn, nú fattaði ég nafngiftina !
Ég synti eitt sinn frá Dubrovnik út í eyjuna Lokrum. Það var lengra en ég hélt, ég fékk far með fiskimönnum til baka.
Sjórinn þarna er ótrúlega tær, við urðum "lofthrædd" þegar við syntum þarna og sáum fiskitorfurnar tugum metra fyrir neðan okkur.
Kári Harðarson, 15.5.2008 kl. 10:32
PS:
Hér eru 24 x 52 ljósmyndir af laugardalnum teknar árið 2002.
http://www.ru.is/kennarar/karih/arid2002.png
Þarna má sjá hvernig skammdegið fer - og kemur aftur...
Kári Harðarson, 15.5.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.