16.5.2008 | 12:08
Sinisa Labrovic
Sinisa Labrovic er fæddur í Sinj árið 1965. Hann var kennari Króatískrar tungu og bókmennta en snéri sér síðan og myndlist.
Hann er höfundur raunveruleikaþáttar um sjö kindur sem vakti umræðu í króatíu og víðar, en þættirnir voru uppbyggðir eins og "Idol" keppni þar sem ein kind var kosin út í lok þáttar og send í sláturhús.
Sinisa er fyrst og fremst kunnur fyrir ögrandi gjörninga sem má telja sem"body art".
Hans framlag til listahátíðar er vídeóverkið Family News og fjallar um ríka fjölskylduhefð og leiðindi í króatíu. Þ.e. að sitja saman og horfa á fréttir.
Sinisa mun fremja gjörninginn "Smiley" á opnun eftir klukkan 18:00 í kvöld.
Gjörningurinn á myndinni að ofan nefnist Listamaður borðar gras og er síðan í fyrra.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.