16.5.2008 | 12:38
Velkomin
Allir velkomnir á opnun sýningarinnar Welcome í Gallerí 100° í kvöld klukkan 18:00.
Þar sýna 5 listamenn frá Króatíu sem voru valdir af Radmilu Ivu Jankovic, sýningarstjóra hjá Samtímalistasafninu í Zagreb.
Til umfjöllunar er ferðamannalandið Króatía og er sýningin sett upp þannig að frá fyrsta til síðasta listaverks kemst maður, sem ferðamaður um sýninguna, dýpra inn í menningu landsins, sem, líkt og önnur lönd, er hægt og rólega að tapa eigin menningararfi og sigla inn í hnattvæðinguna.
Á opnun fremja listamenn gjörninga.
Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.
Gallerí 100° er að Bæjarhálsi 1, húsi Orkuveitu Reykjavíkur og hafa veitumenn staðið sig frábærlega í öllu sem viðkemur sýningunni. Ber ég Kolbeini Bjarnasyni sérstakar þakkir hér á blogginu mínu sem og Helga "Skjaldbreiða".
Áfram niður bloggsíðuna eru kynningar á listamönnunum fimm.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 18.5.2008 kl. 18:03 | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla mér að sjá þessa sýningu þótt ég efi að ég nái að mæta á opnunina.
Ragga (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:05
Leitt að komast ekki en takk fyrir góðar kynningar á listamönnum..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.5.2008 kl. 01:22
takk fyrir þetta, ég er nú fjarri góðu ganni, ætla bara að vera i garðavinnu um helgina.
hafðu fallegan laugardag
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.