19.5.2008 | 17:37
Fyrri gjörningur - The Patriot
Fyrri gjörningur á opnun sýningarinnar Welcome í Gallerí 100° var framinn af Slaven Tolj.
Hann fór fram utan gallerís, inni í höfuðstöðvum orkuveitu Reykjavíkur.
Króatíski þjóðsöngurinn, Okkar fagra land, var leikinn á "gettóblaster" en á meðan stóð listamaðurinn og sýndi ólík tákn með hreyfingu hægri handar.
Þjóðsöngur Króatíu hefur verið sá sami síðan 1891, en táknin sem þegnar sýna til að lofa þjóðsönginn hafa tekið breytingum eftir því hverjir stjórna landinu hvert sinnið.
Slaven Tolj fór með öll táknin sem hafa fylgt þjóðsöngnum þessi 117 ár.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 20.5.2008 kl. 17:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.