Útpælt ferli

articleÁ artforum.com má nú lesa lesa skrif  Catharynu Drake um "hver var hvar" á opnun Listahátíðar í Reykjavík.

http://www.artforum.com/diary/#entry20273 

Það var reyndar skemmtileg reynsla að upplifa þessa fyrstu daga. 

Til að byrja með, á fimmtudegi,  var listamönnum og þeim tengdir boðið til Bessastaða.  Þar hélt Ólafur Ragnar tölu, svo skáluðu menn og allir kynntu alla fyrir öllum.

Um kvöldið var heilmikil veisla á Domo í boði Greifynjunnar af Habsborg.  Þá voru menn komnir með tenglanetið í gang og lögðu út, enda allir búnir að heilsa öllum á Bessastöðum.

Á laugardeginum bauð i8 svo öllum til veglegrar veislu á Laborus og þá gátu menn dregið í netin, sýningarboð eða heimsóknir.

Króatíski sýningarstjórinn sem ég var í samstarfi við vegna sýningarinnar í 100°galleríi náði allavega að krækja í stóran fisk fyrir sýningu í samtímalistasafninu í Zagreb þegar liðið var á þriðju veisluna. 

Einhvernvegin virtist þetta alveg útpælt ferli, að það þurfi þetta 3 veislur til þess að hlutirnir fari að gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Skondin samlíking við sjómennsku og veiðarfæri hjá þér. Þetta fólk er allavega sjóað í bransanum og kann til verka.

Kristbergur O Pétursson, 30.5.2008 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband