Hel Hitler

hitlerchapmanÁRIÐ 1937 stóð nasistaflokkurinn í Þýskalandi fyrir sýningu í Haus der Deutschen Kunst í München sem nefndist "Die Grosse Deutscher Kunstaustellung" (Hin mikla þýska myndlistarsýning) og var andsvar nasista við módernískri list. Í ræðu sinni við opnun sýningarinnar viðraði Adolf Hitler skoðanir sínar á framúrstefnulistinni sem hann kallaði "Entartete Kunst" (úrkynjaða list). Rétt er að geta þess að sem ungur maður sótti Hitler tvívegis um inngöngu í listakademíuna í Vín og var synjað í bæði skiptin. Í ræðunni hélt Hitler því m.a. fram að módernísk list, kúbismi, fútúrismi, dadaismi o.s.frv., væri gerð af mönnum sem ekki væru gæddir listrænum hæfileikum en kynnu að blekkja listunnendur með hugmyndafræðilegu bulli. Hét Hitler því að losa þýsku þjóðina við þessi erlendu áhrif og lauk svo ræðunni með því að segja; "héðan í frá hefjum við stríð sem hreinsar slík óhreinindi úr menningu okkar".

Þessi orð sem eru rituð hér að ofan eru tekin úr grein sem ég skrifaði um sýninguna "Aftökur og útrýmingar" í Listasafninu á Akureyri árið 2003 og er við hæfi að birta hér að nýju.  Bræðurnir Jake og Dinos Chapman opnuðu nefnilega sýningu í White cube í London í gær sem er tileinkuð listhneigð Adolfs Hitlers og nefnist "If Hitler Had Been a Hippy How Happy Would We Be".

Þeir bræður hafa keypt 13 vatnslitamyndir sem Hitler málaði á árunum 1910 - 1913, en talið er að allt að 1000 myndir eftir Adolf Hitler séu í umferð.

Hafa Chapmanbræður málað ofan í myndirnar þrettán, eyðilagt eða gætt þær nýju lífi?

hellhitler

hellhitler3

 

 

 

 

 

Auk myndanna sýna þeir  nýja útgáfu af verkinu "Helvíti" sem brann árið 2004. Ég sá fyrra verkið á sínum tíma og var alveg magnaður andsk.. í anda málverka Hieronymus Bosch, en uppsett eins og tindátar þar sem hakakrossinn er í aðalhlutverki.

Vafalaust sýning sem rótar í manni og vert væri að heimsækja.

Frekar um sýninguna í times online http://entertainment.timesonline.co.uk/tol/arts_and_entertainment/visual_arts/article4029886.ece


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Chapmanbræður eru að mínu áliti ómerkilegir skemmdavargar. Þeir keyptu orginal myndaseríu eftir Goya með peningunum sem þeir fengu fyrir þessi verk sín og eyðilögðu svo Goya verkin með því að teikna ofan í þau Mikka mús og trúða andlit. Fyrir mér eru þeir dæmi um hvað sjokk listamenn samtímans eru tilbúnir að leggjast lágt til að ná stundarathygli. Jafnvel myndlist Hitlers verður langlífari heldur en úrkynjuð "list"Chapman bræðra.

Andri (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 15:47

2 identicon

Nasistar voru sjálfir módernistar og vildu skapa "hreina" list líkt og samtímalistamenn eru að reyna að framkvæma í dag, samtímalistamenn eru hermenn án búninganna, þeir eru öfgafullir og trúa á einn sannleik líkt og nasistar, þeir hafa jú lítið umburðarlindi gagnvar ólíkum skoðunum.

Stefán (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 17:35

3 identicon

endilega skoða þessa

www.edrumenn.blogspot.com

 takk kærlega

Kalli (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:28

4 identicon

Mig langar að bæta við að nasistar hötuðu allt kitsch líkt og samtímalistamenn. It is obvious that the creative artist Joseph Goebbels is a bitter enemy of any form of Kitsch. "It is a fundamental mistake to think that the task of the Reich Chamber of Culture is to produce art. It cannot, it will not, and it may not. Its task is to bring culture-creating people together, to organize them, to remove the restrictions and contradictions that surface and to assist in administering existing art, the art being produced today, and the art that will be produced in the future for the benefit of the German(Icelandic)people." Hljómar eins og lýsing á á okkar ríkisreknu bjúrókratíu samtímalistar. Þetta er tekið úr áróðursskjölum nasista. Goebbels ræddi það að útrýma öllu kitschi. Þannig að nasistar og samtímalistamenn eiga margt sameiginlegt.

stefán (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Ransu

Takk fyrir athugasemdir.  Ég er nú ekki alveg sammála að Chapman bræður séu ómerkilegir skemmdarvargar, þótt ég hafi reyndar mikið dálæti á Goya.

Einnig held ég að hugmyndin um kitsch byggi á öðrum gildum en þegar Goebbels var og hét, en eins og Clement Greenberg segir í þekktri grein sinni "Avant-garde and kitsch" að þá verður framúrstefnan á endanum kitsch.  Og spurning er hvort að samtímalistin upphefji ekki frekar kitsch en að afneita því, ólíkt módernismanum sem Hitler og co voru mótfallnir.

Og varðandi hina "hreinu list" að þá vil ég benda á sýningu sem ég gerði í fyrra í samvinnu við Birgi Snæbjörn Birgisson í Suðsuðvestri er hét "Hreinn hryllingur" þar sem við tvinnuðum saman listrænum og "rasískum" hugmyndum um hreinleika.

Um sýninguna má lesa á síðunni http://www.sudsudvestur.is/ransu.htm

Ransu, 1.6.2008 kl. 12:48

6 identicon

Þetta fer allt eftir því hvernig maður túlkar kitsch, grein Greenbergs er að mörgu leyti gölluð og fordómafull, við verðum að átta okkur á því að ef Mona Lisa eða Pietan hans Michelangelos væru gerð í dag teldist það fullkomið kitsch, það að verk séu "vel" gerð þýðir ekki að þau séu sönn samtímalist, þvert á móti. Samtímalistin upphefur "lág" kitsch vegna þess hve íronísk hún er og illa gerð og innilega óeinlæg samanber Jeff Koons, t.d. gæti ég ímyndað mér að handverksmennirnir hans Koons ættu auðvelt með að gera nasískar styttur, aftur á móti gætu þeir aldrei gert Pietu.

stefán (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband