2.6.2008 | 11:54
Vafasöm list
Það var heilmikil frétt um daginn þegar ljósmyndasýning Ástralans Bills Hensons var stöðvuð í Sydney, en myndirnar sýndu nakta líkama 12 og 13 ára drengja og stúlkna.
Nú er lögreglan í Ástralíu í rassíu gegn Henson og þræðir söfn og gallerí til að skoða verk hans og athuga hvort þau eigi að gera upptæk sem barnaklám.
Meira um það hér
Henson er svosem ekki eini listamaðurinn sem rær á þessi mið. En hann er í svipuðum þönkum og Larry Clark sem oft virðist vera með fyrirsætur á mörkum löglegrar nektar. Máski er Larry næstur í röðinni?
Og þá er spurning með eldri meistara myndlistar.
Franski 18. aldar málarinn Jean- Honore Fragonard gerði dálítið "dúbíus" myndir af ungum stúlkum.
Og samlandi hans, Balthus, einn af þessum stóru um og eftir WW2, hefur augljóslega haft einkennilegar hneigðir til ungra stúlkna. En mörg málverka hans eru hin furðulegustu hvað það varðar.
Og þeir eru fleiri vel metnir en vafasamir listamenn.
Myndir: Efri mynd er af Bill Henson við eigin verk.
Neðri mynd tv. er af málverki eftir Fragonard og heitir Stúlka með hund og er í eigu Alte Pinakothek listasafnsins í Munchen. Var áður í eigu pablos Picassos.
Neðri mynd th. er af málverki eftir Balthus frá árinu 1934 og heitir Gítartímar og er í eigu Louvre safnsins í París.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:15 | Facebook
Athugasemdir
Ég verð að segja eins og er...myndirnar eftir Fragonard og Balthus eru svakalega stuðandi, sérstaklega þó myndin eftir Balthus, það er hreinlega vont að horfa á hana..að öðru..það verður spennandi að sjá hver verður næsti prófessor í LHÍ.. segi bara pojí pojí og tuff tuff...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.