3.6.2008 | 23:20
Og næsti prófessor við LHÍ er...
Jæja, bréfið er komið og því opinbert hver gegnir prófessorstöðu við myndlistardeild LHÍ næstu árin. En þar sem engin beiðni er um að halda efni þess leyndu að þá birti ég niðurstöðu rektors sem hann fékk í samráði við stjórn skólans.
Næsti prófessor við LHÍ heitir...
Hulda Stefánsdóttir
Það væri sannarlega skemmtilegt að rýna í valið, spá í forsendur, kosti, galla og hvaða yfirlýsingu skólinn gefur með vali á prófessor í samanburði við aðra sem komu til greina. En þar sem ég var sjálfur í þeim hópi þá finnst mér ekki við hæfi að ég geri það, að svo stöddu.
En HÉR er allavega CV hennar Huldu.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Athugasemdir
Ég á eftir að sakna Einars...
Ragga (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:30
Einar á eftir að kenna einhverja kúrsa við skólann.
Ransu, 3.6.2008 kl. 23:47
Já ég veit, hann var bara svo frábær sem prófessor, ekki að einhver annar geti ekki verið það, þekki ekkert til Huldu.
Ragga (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:49
Hulda er fín.
Og þú heppin að útskrifast svo reynslunni ríkari eftir leiðsögn tveggja prófessora
Ransu, 4.6.2008 kl. 11:07
Satt er það! :D
Ragga (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:19
Ég veit ekki um kynjahlutfall starfsliðs Listháskólans. Hulda er eina konan í sex manna hópi umsækjenda sem voru teknir í viðtal. Ef það var ætlunin frá upphafi að rétta af kynjahlutfall með ráðningu konu þykir mér eitthvað loðið við að taka kallana í viðtal til málamynda.
Mín skoðun er að Listaháskólinn eigi að vera vettvangur andstæðra sjónarmiða og hann er það sjálfsagt.
Kristbergur O Pétursson, 5.6.2008 kl. 07:04
Mér finnst hlutfallið í laugarnesinu nokkuð jafnt.
Af þremur prófessorum nú eru 2 konur og 1 karl.
Ragga (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:02
Hlutfallið var þó 3 karlar og ein kona, Þ.e. Tumi, Einar, Ingólfur og Anna.
Ransu, 5.6.2008 kl. 12:48
Kannski er þetta eitthvað sem þeir eru að spá í, í stað Ingólfs kom Ólafur og í stað Einars kemur Hulda. Dunno, hafði ekki spáð neitt í kynjakvóta varðandi þessa ráðningu.
Ragga (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:59
Það eru margir þættir sem spila saman sem stjórn skólans og höfuð hans vilja að prófessor uppfylli.
Ég áætla að Hulda uppfylli þessa þætti umfram aðra umsækjendur þegar á heildina er litið og sé þar af leiðandi hæfust í starfið.
Ég held að það skipti engu máli hvort hún væri karl eða kona.
Ransu, 5.6.2008 kl. 13:59
Ég nefnilega hallast mest á að að kynið hafi ekkert með þessa ráðningu að gera.
Ragga (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 14:11
"Það eru margir þættir sem spila saman sem stjórn skólans og höfuð hans vilja að prófessor uppfylli." Hvaða þættir eru þetta? Veistu það ransú? CV Huldu er nú ekki merkilegt, með fullri virðingu fyrir henni. Mér finnst þetta val með ólíkindum.
Jb (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 01:07
Nei, Jb. nákvæmlega veit ég ekki hvaða þættir þetta eru, en allavega eru þar inni. Menntun, sýningar, félagsstörf eða stjórnunarstörf, opinber skrif og svo hefur stjórn skólans einhverja sýn á starfið.
Vissulega er sýningar-CV Huldu það veikasta hjá umsækjendum, og þá getum við metið sem svo að reynsla á þeim vettvangi er ekki í forgangi (enda væri Steingrímur Eyfjörð þá næsti prófessor)
En Hulda virðist drepa eitthvað á öllum þessum frágreindu þáttum. Og þegar þú deilir þeim í eitthvað meðaltal hjá umsækjendum að þá ertu sennilega komin með Huldu sem besta kostinn.
Síðan má ekki gleyma að fjögur okkar sem sóttu um stöðuna fóru til Evrópu að læra áður en MFA gráðu-fátið kom til og jafnvel þótt fólk hafði klárað MHÍ fékk það samt bara BA í Evrópu. AKI, þar sem ég lærði í Hollandi, bauð ekki einu sinni upp á post graduate fyrr en árið eftir að ég lauk námi, en þá var BA námið stytt í staðinn.
Bandaríkin voru fastari á MFA-inu. Bjarni og Hulda eru þau einu af umsækjendunum sem hafa þá gráðu. Og þótt að auglýsingin eftir starfinu hafi gert jafnt úr BA og reynslu til samans við MFA (vitandi þennan mismun á Evrópu og USA í þádaga) að þá held ég að gráðan skipti verulega miklu máli. Þetta er bara hin akademíska þróun. Tala ekki um að nú þegar skólinn er að sækja um rétt til að bjóða upp á MFA nám.
Hins vegar er rétt að geta þess að þetta eru bara getgátur hjá mér. Í raun er það bara rektor og stjórn skólans sem vita nákvæmlega á hverju valið byggist og þeim ber engin skylda að rökstyðja það.
Ransu, 6.6.2008 kl. 10:17
er það eitthver vitleysa hjá mér en ég hélt að þegar ólafur var ráðinn í fyrra að þá var einhver umræða um að hann deildi stöðunni með Katrínu Sigurðar eða að hún ætti að byrja næsta haust. veistu eitthvað um þetta Ransu?
thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 18:08
Ólafur var ráðinn í 100% fyrstu 2 árin en Katrín í 50% á móti Önnu, en þegar Anna hættir eftir næsta vetur að þá held ég að Ólafur og Katrín deili þessu sín á milli, og einhver sem hefur sérkunnáttu með videó verði þá ráðinn í hennar stað.
Mig minnir allavega að þetta hafi verið einhvernvegin svona.
Ransu, 6.6.2008 kl. 19:16
Vá hvað ég held að margir nemendur eiga eftir að vera ósáttir við þetta. Prófessora prósentur og allt það.
Ragga (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.