4.6.2008 | 19:30
Anselm Kiefer fær "bókmenntaverðlaun"
Tilkynnt var í dag að Anselm gamli Kiefer hljóti viðurkenningu Þýskra bóksala, Friedenspreis des Deutschen Buchhandels (Friðarverðlaun þýskra bóksala), í ár.
Sjá HÉR
Kiefer brýtur þar með merka hefð. Þ.e. að rithöfundar hljóti bókmenntaverðlaun. En Kiefer er myndlistarmaður sem hefur gert skúlptúra sem eru einnig bækur.
Verðlaunin eru kannski ekki hefðbundin bókmenntaverðlaun heldur.
Samt er þetta enn eitt dæmið um það þegar listmiðlar skerast með einhverjum hætti og við gætum þá allt eins séð Steingrím Eyfjörð eða Rúri (hún gerði jú skjalaskáp) hljóta viðurkenningu íslenskra bókaútgefenda í náinni framtíð.
Mynd: Bók með vængieftir Anselm Kiefer frá árinu 1994. Í eigu Modern Museum of Fort worth.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bækur | Facebook
Athugasemdir
Anselm Kiefer er svo sannarlega verðugur þessara verðlauna. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 5.6.2008 kl. 11:49
Þetta hljóta að vera mjög óhefðbundin bókmenntaverðlaun og alveg aðskilin frá verðlaunum fyrir litteratúr, skáldskap og öðrum ritstörfum. Nýló á frábært safn af bókverkum eftir marga myndlistarmenn.
Kristbergur O Pétursson, 7.6.2008 kl. 08:11
Sæll kæri félagi ég væri til í að þú mundir rína í hann Andy Warhol. Hann heillar eitthvað svo mikið
Ingvar Ari Arason, 10.6.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.