5.7.2008 | 18:11
Flott að fitna
Það hefur jafnan þótt dyggð í Hollywood að fita sig fyrir hlutverk og hefur sá gjörningur oft skilað einum Óskar á stofuborðið.
Elisabeth Taylor bætti á sig 15 kg fyrir Who´s afraid of Virginia Woolf og hlaut Óskar, Charlize Theron bætti á sig fyrir verðlaunahlutverkið í Monster og Robert de Niro bætti á sig 30 kg. fyrir Raging Bull og fékk Óskarinn (Hann mætti síðan skorinn og vöðvastæltur í Cape Fear skömmu síðar).
Matt Damon er fantagóður leikari. Var sérstaklega góður í The Talented Mr. Ripley, en líka fínn í Good Will Hunting og The Departed.
Með 15 kg. í bónus og þar að auki í Sodenbergh mynd eru honum allir vegir færir.....
Búttaður Damon óttast titilsmissi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.