Slagorð

aluminatiÞað er algengt að í auglýsingum á kvikmyndum, bókum og hljómdiskum að vitnað sé í gagnrýni og stjörnugjöf sem viðkomandi hefur hlotið.

Jafnvel hefur komið upp umræða að sumir gagnrýnendur komi með einhverskonar slagorð í gagnrýni sinni vitandi að það verði notað í auglýsingu.

Slíkt er þó ekki gert í myndlist.  Ég hef allavega aldrei séð plakat eða auglýsingu á myndlistarsýningu með slagorðum gagnrýnenda. 

Verkið Ég hata náttúruna / Aluminati verður tekið niður á Kjarvalsstöðum eftir helgi, þannig að síðustu forvör eru að sjá stykkið á sunnudag.

Þetta er fantagott verk. En ég leit á það aftur í gær og það er farið að sjá á því. Samt eitthvað sem menn ættu ekki að láta framhjá sér fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Slagorðin, eða vel valdar setningar úr gagnrýni þykja góðar og gildar í auglýsingaskyni fyrir bókmenntir, leikhús, kvikmyndir og tónlist, allstaðar nema fyrir myndlist. Þarf það svo að vera? Eru þau hin á rangri leið? Annars er til lítils að birta slagorð og stjörnur ef gagnrýni birtist ekki fyrr en eftir að sýningu lýkur.

Allar menningarafurðir eru á markaði og óþarfi að ríghalda í hina misskildu andmarkaðslegu meydómsímynd myndlistarinnar.

Kristbergur O Pétursson, 27.8.2008 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband