1.9.2008 | 08:05
Hildur í ISCP
Áriđ 2006 var ég í gestavinnustofu ISCP (International Studio and Curatorial Program) í New York borg.
Ţetta er frábćrt prógramm ţar sem ađ listamenn frá hinum ýmsu heimsálfum eru saman komnir á einum bletti hittast og deila saman reynslu sinni. Auk ţess ađ gagnrýnendur, galleríistar og safnstjórar koma ţarna í bođi stofnunarinnar. Mađur fćr speglun á verk sín og máski gott tenglanet.
Ég var fyrsti íslendingurinn til ađ taka ţátt. En nú er ţađ Hildur Bjarnadóttir sem heldur uppi heiđri okkar.
Ţetta er auđvitađ rándýrt dćmi og ógerlegt nema međ styrkjum og starfslaunum. Öll önnur Norđurlöndin eru međ fast pláss og halda samkeppni ţar sem einhver er valinn til ađ dvelja í hálft eđa eitt ár (hálft ár er lámark fyrir svona dćmi).
Mér leiđ pínu eins og sveitastrák ţegar ég var í ISCP, ţarna t.d. voru á sama tíma Su Mei Tse (Lúxemborg), Patricia Piccinini (Ástralíu), Carlos Bunga (Portúgal) og Kirsten Justesen (Danmörku).
Ég fer alltaf af og til á síđuna til ađ skođa hvađ sé í gangi og hverjir eru ţarna. Sá t.d. ađ Jasper Just er núna í Danska stúdíóinu (sá sem var međ videóiđ á carnegie sýningunni og fékk 2. verđlaun).
Ţađ vćri óskandi ađ íslendingar tćku sér fast pláss í ISCP. Ţetta er magnađ dćmi.
HÉR má sjá síđuna.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
islendingar hljota ad fa ser plass parna ef marka ma dugnadinn og metnadinn vid ad koma landinu a listakort heimsins..pad vaeri frabaert utspi eda segjum fjarfesting svo notad se baedi peninga og iprotta mal!
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráđ) 8.9.2008 kl. 14:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.