Bragi í 60 ár

bragiÉg fór á opnun á yfirlitssýningu á verkum Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum. Þar var margt fólk að heiðra listamanninn. En fáir kollegar af minni kynslóð og yngri.

Mikið svakalega er tímabært að fá svona yfirlit. 

Tvímælalaust skylduheimsókn á safnið, enda ferill listamanns sem spannar 60 ár sem nær yfir klassíska fagurfræði og gróteskleika, fígúrasjón og abstraktsjón

HÉR er hlekkur á heimasíðu Braga.

Myndin er sjálfsmynd listamannsins frá árinu 1951 þegar hann er við nám, í Kaupmannahöfn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bragi er flottur

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.9.2008 kl. 02:13

2 identicon

synd ad missa af svona vidburdi, pad getur verid baedi hollt og laerdomsrikt ad skoda feril listamanns, eg tala nu ekki um pegar hann spannar 60 ar, af hverju telur pu Ransu ad yngri kynslod listamann maeti ekki ?

Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 03:18

3 Smámynd: Ransu

Hæ Anna.

Sat einmitt með Söru Björnsdóttur á opnun og vorum að spá í þetta, hún nefndi að Bragi hefði kennt sér í MHÍ, þannig að þeir eru margir fyrrum nemendur sem hafa ekki látið sjá sig.  Annars mátti telja á fingrum annarrar fulltrúa þessarar "yngri" kynslóðar. 

Fólk fer jafnan á opnun til að hitta mann og annan og sennilega reiknar fólk með að mætingin sé þá í eldri kantinum á þessari opnun.  Mér dettur ekki önnur ástæða í hug.

Ég geri nú samt ráð fyrir flestir mæti á sýninguna áður en yfir lýkur. 

Held líka að það sé vaknaður áhugi hjá yngstu kynslóðinni á listamönnum fyrir SÚM-tímabilið.  Klessulistahreiðrið tókst t.d. vel í Listasafni ASÍ og Kristján Davíðsson var vissulega "hit" í fyrra.  Þetta eru þá listamenn sem hafa ekki kynnst Braga sem kennara og ekki einu sinni sem gagnrýnanda. Þau mæta því síður á opnun en væntanlega á sýninguna síðar.

Ransu, 14.9.2008 kl. 09:15

4 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég gat því miður ekki mætt í gær, var í smíðavinnu fram í niðamyrkur í hráslagalegri rigningunni. Sólpallurinn verður vonandi tilbúinn fyrir fyrstu snjóa.

Það er ekki á hverjum degi sem gefst færi á að skoða 60 ára feril lifandi og starfandi listamanns. Af hverju unga fólkið mætir ekki? Bragi hefur löngum verið talsmaður klassískra gilda, í listnámi og myndlist almennt. Bent á mikilvægi handverks of fleira sem yngri kynslóðum finnst full hefðbundið og íhaldssamt. Hann hefur til dæmis skipst á föstum skotum í Mogganum við prófessora í Listaháskólanum um málefnið. Það er stundum vík á milli vina og langt á milli bæja í íslenska listaheiminum. Hefur Braga einhverntíma verið boðið að kynna sjónarmið sín í Listaháskólanum?  

Kristbergur O Pétursson, 14.9.2008 kl. 09:17

5 Smámynd: Ransu

Þú segir nokkuð, Kristbergur. Ég veit bara ekki hvort Bragi hafi verið með eitthvað erindi í þeim húsum.  Efast satt að segja um það.

Ransu, 14.9.2008 kl. 21:21

6 identicon

Vissi af opnuninni en var upptekin við annað. Skelli mér síðar við tækifæri.

Ragga (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:53

7 Smámynd: Guðmundur R Lúðvíksson

Bragi er sennilega mesta undur íslenskrar myndlistar - síðustu 50 ár . Við erum bara alltof nálægt kappanum til að geta skoðað hann á hlutlausan hátt. Ég hef ekki séð t.d betri teiknara í íslenskri myndlist. Íslenskir grafiklistamenn komast ekki í stuttbuxurnar af Braga - þótt þeim væri hjálpað. Form, litir og geomertia fær mann eins og mig til að fá gæsahúð, þegar ég sé verk karlsins - þvílíkir yfirburðir ! Vá. Mér er sko ansk. sama þótt Bragi sé heyrnarlaus - svarti liturinn sem Bragi notar hefur öll hljóð sem mannlegur máttur getur gefið frá sér - það eitt nægir mér. Mér finnst líka uppsetning sýningarinnar vera fádæma góð, látlaus og hljóðlát. Vildi bara að menn eins og Hannes Sig gætu lært sitthvað af svona sýningu og uppsetningu.

Bragi og co. Til hamingju með þessa frábæru sýningu.

G

Guðmundur R Lúðvíksson, 15.9.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband