Ættarmót á Akureyri

steiniÉg fór á afhendingu Sjónlistaverðlauna á Akureyri. 

Þegar íslenskir myndlistarmenn eru saman komnir í einhverri hátíð að þá virkar það jafnan á mig eins og fjölskyldusamkoma.

Opnun í i8 eða Terpentínu er t.d. eins og afmæli,  opnun í Listasafni R.víkur eða Listasafni Íslands er þá stórafmæli en Sjónlistaverðlaunin eru eins og ættarmót. 

Okkur borgarbúum var tekið opnum örmum af ættingjum okkar á landsbyggðinni.   Þar heiðruðum við höfðingja á föstudagskvöldinu með orðu og ærlegu fylleríi.

 hjalteyri_418Á laugardeginum var rútuferð til Hjalteyrar þar sem fjölskyldan kom saman til að sjá hvað unga fólkið í ættinni væri að braska á sýningunni Grasrót.  

Einn skörungur ættarinnar tók svo á móti rútunni í bakaleiðinni og bauð í mat, rétt eftir réttirnar. Og ég held að hver einasti maður sem settist í þann heimilisfaðm hafi staðið á öndinni yfir gestrisni húsfreyjunnar að Freyjulundi.

Að því búnu var furðufataball á Akureyri þar sem grasrótinni var boðið velkomin til fullorðinna tölu með ærlegu fylleríi.

Ættarmótinu lauk á sunnudeginum með kaffiboði, fyrir þá sem enn voru í bænum, á heimili Hlyns Hallssonar. Ég missti því miður af því boði.

Já, Þetta er ein stór fjölskylda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Enn og aftur missi ég af skemmtilegheitunum í listalífinu. Í þetta skipti á ég enga afsökun. Erum við fjölskylda? Já. Stétt? Já. Við erum bundin tengslum á ýmsan hátt og finnum samstöðumáttinn á hátíðarstundum eins og fyrir norðan. Stéttvísi er í fullu gildi. Það er líka gleðiefni að listalífið einskorðast ekki lengur við hundraðogeinn. Samanber "Ekki fór ég suður" tónlistarhátíðina á Ísafirði í músíkheiminum.

Þeir tímar eru liðnir þegar listamenn að sunnan snuðruðu um hlaðvarpa sveitamanna eða lágu á hleri á göngum verbúða í von um bitastætt yrkisefni. Nú standa þeir í biðröðum og komast færri að en vilja... því ekki fóru allir suður. 

Kristbergur O Pétursson, 21.9.2008 kl. 23:16

2 identicon

Sjonlistarvedlaunin eru einn risa stor farsi, sem byggist einungis a politiskri retthugsun, sem sagt ad verdlauna folki fyrir ad haga ser vel og fylgja straumnum. Raunverulegt skapandi folk fordast slikar "verdlauna" afhendingar,

en eins og vid vitum ordid flest er litid sama sem merki milli thess ad vera myndlistarmadur og ad skapa eitthvad. Enn og oftur faum vid "truarlega" upphafningu akvedinna einstaklinga. Trufelag er rettnefni, ekki fjolskylda, og opnanir a syningum eru oftar en ekki litlar samkomur trufelaga!

En lengi er haegt ad gledjast i faviskunni.

johann (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband