29.9.2008 | 00:07
Algert VIP
Fór á opnun ID Lab í Listasafni Reykjavíkur í gær.
Horfði á uppákomu Gjörningaklúbbsins.
Þær létu reisa veislutjald í Fjölnotasalnum og buðu nokkrum útvöldum inn, en lokuðu á okkur hin. Inni í tjaldinu var fólk að skemmta sér við söng og að utan sáust bara skuggarnir á tjöldunum og ómur íslenskra ættjarðarljóða.
Í ábæti gekk sú saga á milli manna að þar inni væru listamennirnir 50 í bókinni umdeildu (óútkomnu), þ.e. þessir 50 sem Halldór Björn Runólfsson og Christian Schoen hafa valið sem aðal íslenskrar samtímalistar og er ætlað til dreifingar á söfn og gallerí.
Svo var auðvitað ekki en Það var fyndin viðbót sem einn gestanna kom af stað, gjörningur í formi kjaftasögu sem blandaðist við gjörninginn í tjaldinu, svona til að gera VIPið algert.
Þetta var ansi vel heppnuð uppákoma hjá Gjörningaklúbbnum.
Spurning um að vera þátttakandi eða áhorfandi.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:09 | Facebook
Athugasemdir
Það sem frá Gjörningarhópnum kemur er yfirleitt mjög skemmtilegt og áhugavert....takk fyrir frásögn.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:53
Mér fannst alveg ágætt að vera áhorfandi að utan.
Ragga (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:42
skemmtileg frásögn Ransu!
ég hef ekki heyrt um þessa bók..en til að halda paródíunni áfram dettur mér í hug hvort einhver mundi hugsanlega neita að vera í svona bók...?
velti líka fyrir mér hvernig svona bók mundi lita út ef listamann sjálfir mundu velja í hana..yrði hún eins? segi þetta þar sem þú nefnir engan fulltrúa listamanna í þessari valnefnd..
en það verður spennandi að sjá þetta verk og á jákvæðu nótunum má segja að það sé frábært að hægt er að láta 50 framúrskarandi listamann í bók 300 þúsund manna þjóðar...
Anna Joelsdottir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:40
Ég hef lítið heyrt um þessa óútkomnu bók þeirra Halldórs Björns og Schoens. Þú segir að bókin sé umdeild, Ransu. Væri fróðlegt að vita meira um það. Í fljótu bragði sýnist mér undarlegt að ríkisstarfsmaður (þar á ég við Halldór Björn, ekki veit ég hver er vinnuveitandi Schoens) vinni að útgáfu bókar um fimmtíu útvalda listamenn, sem eigi meðal annars að dreifa í kynningarskyni til aðila í einkarekstri - gallería og etv. einnig fjársterkra eigenda einkasafna. Erlendis væntanlega að langmestu leyti enda varla um svo auðugan garð að gresja á heimamarkaði, hvorki í ríkis- né einkageiranum.
Hvað sem þessu líður verður fimmtíu manna valið umdeilt. Eigum við ekki að minnsta kosti rétt á að vita hvaða listamenn hafa orðið fyrir valinu? Ef bókin er unnin fyrir opinbert fé tel ég svo vera. Eða er þetta "kemur engum við" dæmi fjármagnað á allar hliðar af stórfyrirtækjum?
Kristbergur O Pétursson, 30.9.2008 kl. 09:10
Halldor Bjorn "velur" fimmtiu utvalda listamenn, mig langar ad "gubba".
Sidan talar folk um ad thad se grasrot a thessu landi, thvilikt kjaftaedi, thad eru tvenns konar listamenn her, skapandi folk og sidan rikis listamenn, folkid sem hefur thad ad atvinnu ad kissa rassgot til ad koma "sjalfum" ser a framfaeri, thad er ollum skit sama hvad thetta folk gerir, theim sjalfum lika. Thetta er Salon list, minus haefileikarnir. Thad er spurning hvenaer thessi bladra springur, thad vita audvitad allir med heilbrigda skynsemi ad thessi spilaborg mun hrinja, eins og innistaedulaus verdbref...tha mun folk leita i raunveruleg verdmaeti, ekki samtimalist thvi hun hefur ekkert erindi til almennings, hun er of "venjuleg" til ad lifa af, hun er nefnilega gerd af almenningi ekki haefilekafolki.
johann (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:13
Bókin já.....Hún mun verða hluti af markaðsátaki í útrás myndlistar á vegum cia.is. Christian Schoen reddar fjármagni og útgefanda í Þýskalandi. Hann er semsagt bara að vinna vinnuna sína og ekkert út á það að setja. Þetta er ekki fé frá ríkinu.Auðvitað er óánægja hjá mörgum sem allt eins eiga erindi í svona bók en eru ekki í markaðsátakinu og vissulega óánægja með aðkomu Halldórs í markaðsátakið þar sem að listamennirnir fá þá um leið stimpil frá Höfuðlistasafni íslands. Ég heyrði af hóp listamanna sem kvartað yfir þessu við Menntamálaráðuneytið. Ég ákvað því að kynna mér málið nánar í von um að finna krassandi efni í af listum pistil. Spurði Christian út í átakið og hann svaraði öllu eins og er vel heitur í allsherjar umræðu. Hins vegar vildi hann ekki segja til um listamennina 50 og því þótti mér ástæðulaust að fara út í pistilskrif, nema þá kannski eftir að bókin kemur út.
Svar við vangaveltum Önnu að þá efast ég um að nokkur listamaður neiti ókeypis markaðsátaki (nema þá kannski ef það væri styrkt af Alcoa).
Ransu, 30.9.2008 kl. 22:26
Takk fyrir greinargott svar Ransu. Aðkoma Halldórs Björns virðist vera deiluefnið, einskonar gæðavottun frá Listasafni Íslands.
Þetta er semsagt markaðsátak í útrás íslenskrar myndlistar og ætla ég ekki að efa það að listamennirnir fimmtíu séu allir vel á vetur setjandi í þeim tilgangi. En það má búast við að aðrir fimmtíu telji sig setta hjá og krefjist rökstuðnings fyrir valinu. Bókin sjálf mun tala sínu máli og sýna áherslurnar.
Kristbergur O Pétursson, 1.10.2008 kl. 09:22
Deutschland uber alles im kunst! Es ist reine kunst. Markadsatak? Ha..En er ekki rett ad myndlistarmenn endurtaka i sifellu klisjuna "myndlist er ekki markadsvara"...."hun er miklu meira en vara til ad selja"..Va hvad hraesnin er mikil. Halldor Bjorn er ad markadsetja "hreina" omengada list fyrir thad folk sem bugtar sig fyrir honum og hans "hreinu" heimspeki, sem er vaegast sagt ofgafull, madur sem lysir thvi yfir opinberlega ad hann se a moti allri "sensasjon" i listum getur varla talist annad en ofgamadur.
johann (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:28
Ransu ,getur þú staðfest þann orðróm að ein kríterían í vali sé fæðingarár?
vonandi snýst staðallinn um eitthvað annað..og þetta bara slúður..
Anna Joelsdottir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:09
Eg veit til thess ad folki hefur verid hafnad um intoku i listahaskolann vegna aldurs..eg held ad thad hljoti ad vera logbrot. Kemur ad visu ekki a ovart, su stofnun stendur ekki undir nafni sem haskoli, kanski truarbragdakennsla se betra ord.
johann (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:42
Ég hef hitt marga sem sótt hafa um inngöngu í listaháskólann en verið synjað sökum aldurs...svörin sem ein fékk voru þau að þeir vildu ekki sjá miðaldra föndurkerlingar inn í skólann og að þeir vildu fá að móta sýna nemendur sjálfir.....getur einhver útskýrt fyrir mér miðaldra konunni?
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.10.2008 kl. 13:55
Ég hefði greinilega átt að blogga um bókina en ekki atvik sem kom upp í gjörningi Gjörningaklúbbsins.
Ég hef svosem lítið um þessa bók að segja og erfitt að halda utan um umræðu um eitthvað sem ekki er til. Máski er best að geyma opinbera umræðu þangað til að hún kemst í dreifingu sem er væntanlega síðar á þessu ári.
Hvað um það...
Kristbergur. Ég talaði við einn af þessum hinum 50 sem þú nefnir sem á allt eins erindi í svona bók er situr hjá. Hann áleit að bók með "gæðavottun", eins og þú kallar það, frá höfuðlistasafninu og dreifingu á helstu söfn og gallerí, muni reynast honum hindrun í eigin útrás þar sem bókin er líka einhverskonar leiðavísir á íslenska samtímalist.
Þetta kann að vera rétt hjá honum, en ég er samt ekki viss. Kannski er líka bara flott að vera ekki með ríkisstimpil og vera í "inderpendant" senunni.
Anna. Mér skilst að fæðingarár hafi ekkert að gera með þetta val. Það snýst um listamenn sem hafa verið virkir í sýningarhaldi undanfarin ár, en stoppar á Súmörunum.
Fatta svo ekki alveg hvað þú meinar með; "vonandi snýst staðallinn um eitthvað annað..og þetta bara slúður.."
Og Jóhann. Ég held að myndlistarmenn í dag séu ekkert feimnir við að tala um markað og það er bara tímaspursmál hvenær við förum að tala um myndlistariðnað eins og við tölum um kvikmyndaiðnað og tónlistariðnað.
Annars er lífið dásamlegt og allir eiga sinn eigin regnboga.
Ransu, 1.10.2008 kl. 14:16
Hummm.... með mér í náminu eru miðaldra konur og ég er svo sem ekkert svakalegt unglamb sjálf.
Ragga (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:19
ég heyrði að aldurstakmarið væri f.eftir 1950..
það var sá staðall sem ég var að vitna í...finnst fáráðnlegt að nota slik viðmið sem val aðferð...sumir staðna 25 ára aðrir um 9rætt..
hef heyrt þetta um Listaháskólann heima og inngöngu aldurtakmörk samt ekki viljað trúa því
hér í listaháskólanum í Chicago er valið inn eftir möppu og viðtölum..
bæði í grunn og framhaldnámið
maður er ekki spurður um aldur. heldur reynt að kanna með þessum tækjum hvort maður á erindi..
ég er sammála þér að það er litið gagn í að diskútera hlut sem enginn hefur séð...en þetta er greinilega hitamál og skiljanlega svo...samfélagið lítið og nálægðin mikill milli manna..og mikið í húfi fyrir marga.. svona projekti fylgir ábyrgð...
mér finnst fínt að CIA eða KÍM er virkt í að kynna íslenska listaman erlendis
ef þetta er kostað eða gert af af óobinberum aðila geta menn sett þá sem þeir vilja í svoan bók...EN ég tel menn á hálum ís ef Listasafn Íslands setur sinn stimpil á gripinn..vont fyrir safnið og vont eiginlega fyrir alla...
það verður spennadi að sjá bókina og viðbrögðin..
en greinilega mikil þörf þegar þetta kemur í heiminn...
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:29
æ ..þetta flaug frá mér ólesið ..þú mátt prófarkalesa ,Ransu! Ég kemst ekki inní þetta aftur...
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:33
Thad a bara ekkert ad vera velja svona ef hid opinbera kemur einhverstadar nalaegt thessu, ef einkaframtakid vill soa peningum verdi theim ad godu.
Eg held ad folk verdi ad fara skilja thad ad her rikir ekki frjals listskopun, her er rekin rikislist!!
Anna thu segir ad thad verdi spennandi ad sja vidbrogdin, en sidan hvenaer hafa islenskir myndlistarmenn tjad sig opinberlega um oanaegju sina...thad er daudadomur..oll sund lokud, engar syningar, engir styrkir..ekki neitt, their sem gagnryna eru tekknir af lifi. Afhverju haldi thid ad thad seu svo fair listamenn sem blogga, their thora ekki ad segja neitt nema programadar klisjur, Islensk myndlist er rekin af otta. Ma rikid mismuna thegnum sinum?
Listamannalaun eru gott daemi um rikisrekna mismunun.
johann (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 20:13
Jóhann ..ég held nú að allir séu vel meinandi í þessu og séu að reyna að gera sitt besta ..en skoðanir mannna fara ekki alltaf saman og þá kemur umræðan inní....menn mega ekki trúa því að segi þeir eitthvað séu þau orð höggvin í stein....heilbrigð umræða byggist á því að menn skiptist á ólíkum skoðunum..læri sitthvað um sjálfan sig og viðmælandann..allir breytast pínulítið í ferlinu..og svo verður til einhversskonar samkomulag..t.d um að vera ósammála..við erum að gagnrýna eða fjalla um athafnir eða gjörðir sem skipta okkur máli , ekki fólk..listamenn hafa mikið vald ef þeir vilja t.d með því að tjá sig..nýjir siðir taka tíma..og bloggið hans Ransu er ein góð byrjun..á nýjum sið..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:14
Þetta miðast ekki við tiltekinn aldur, Anna, heldur tiltekið tímabil í listasögunni. Þ.e. SÚMarar eru ekki með í markaðsátaki.
Spannar þá allt frá Helga Þorgils (eða kannski Rúri) til Ragnars Kjartanssonar.
Jóhann. Það er alltaf mismunun þegar á annað borð er verið að velja .
Og í þessu tilfelli kemur það ekki ríkinu við heldur er spurningin hvert taugar tveggja manna liggja.
Þessvegna er heldur ekki erfitt að sjá fyrir hverjir eru í markaðsátakinu.
Við byrjum á skrifa allan i8 listann, bætum svo hópnum hans Halldórs við (sem við þekkjum úr sýningum sem hann hefur staðið fyrir, líka áður en hann tók við LÍ), sem eru um 15 manns fast (Guðný Rósa, Sara Björns, Hulda Hákon, Magga Blöndal, Steingrímur Eyfjörð, Eggert Péturs, Ási...)
Tökum svo út grunninn af Kling & Bang (Erling, Heklu Dögg...) og Þá erum við með einhver nokkur sæti eftir sem við gefum Hannesi Lár, Hlyn Halls, Siggu Björk...
Mjög fyrirsjáanlegt og fljótséð með skekkjumörk upp að 5%
Njótið svo regnbogans ykkar þegar þið sjáið til hans.
Kv.
Ransu, 1.10.2008 kl. 23:13
Við skulum vona að bókin geri það gagn sem henni er ætlað, að kynna íslenska myndlistarmenn með markaðsátaki erlendis. Þá er að minnsta kosti komin ein forsenda til að önnur bók verði gefin út með öðrum fimmtíu, ekki satt? Ef þessi bók floppar verða það vonbrigði bæði fyrir fimmtíuhópinn og plús-fimmtíuhópinn sem fær þá enga bók fyrir sig. Að auki yrði það gengisfelling á Listasafnsstimplinum.
Hafa listamenn kynnt sér möguleika á að framleiða bækur sjálfir? Til dæmis á Lulu.com. Hér er mín bók (vona að slóðin birtist):
Kristbergur O Pétursson, 2.10.2008 kl. 08:51
Thvi fyrr sem listamannalaun verda afnumin thvi betra, listamannalaun vidhalda medalmennskunni og veikja samkeppnisstodu theirra sem ekki fa thessar "gjafir" fra rikinu, Ja Ransu "fyrirsjaanlegt" er ordid sem lysir islenskri samtimalist best. Thratt fyrir thad ad vera nanast alltaf osammala ther, tha er thad god vidleittni ad thu skulir blogga og leifa folki ad skiptast a skodunum a sidunni thinni, thad ber ad thakka. En flestir listamenn eru gungur og thora ekki ad tja sig ( ottinn vid afleidingarnar!).
johann (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:01
Ég skil ekki af hverju fleiri myndlistarmenn láta ekki í sér heyra í umræðunni, til dæmis hér á moggablogginu. Þetta er fjölmennur hópur, langflestir tölvu- og netvæddir. Er um að kenna áhugaleysi eða sinnuleysi? Ég trúi ekki að það sé vegna gunguskapar eins og Jóhann heldur fram. Allir listamenn hljóta að hafa einhverja frambærilega skoðun á faglegum málefnum í listpólitíkinni.
Kristbergur O Pétursson, 2.10.2008 kl. 11:24
ekki held ég nú að ástæðan sé gunguskapur, það þarf sterk bein og kjark til að vera í þessum bransa, kanski hafa menn bara ekki fattað að orð eru til alls fyrst og geta hreyft við hlutunum..sumir ertu kanski á kafi að vinna fyrir hafragrautnum og hafa ekki tíma.. en þegar þegnarnir þegja hafa ráðamenn öll völd og heldur enga vitneskju um hvað mönnum finnst..þeim er nefnilega ekki sama..þeir sjálfir þurfa að passa uppá sitt, sýnast vitrir og skynsamir til að halda djobbinu..þess vegna þurfa þeir að vera upplýstir um vilja skjólstæðinganna,sem erum við ..listamennirnir í þessu tilviki..þegar menn skilja þetta byrja þeir að skrifa....efa það ekki..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 12:58
Listamenn eiga ad standa a eigin fotum eins og adrir thegnar thessa lands. Their sem fara med stjorn mennigarmala hafa fyrst og fremst ahuga a thvi ad koma a framfaeri list sem theim er thokknanleg, thetta vita audvitad allir sem starfa i thessum geira. Ad vera sjalfstaedur listskapandi og hafa sjalfstaedar skodanir telst i minum bokum ad hafa kjark og bein i nefinu, thetta er vand fundid innan samtimalistar thar sem menn bettla i sifellum um meiri rikisstirki og endurtaka klisjur til ad thokknast sinum felogum og eg verd ad segja ad thad er akkurat ekkert skapandi sem kemur fra sliku folki. En thad er spurning nu thegar thjodin er ad fara a hausin hvort hun vilji halda spenanum ad idjuleysingjum mikid lengur, enda er sagt ad folk leiti i auknum maeli ad raunverulegum verdmaetum thegar illa arar.
johann (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:27
ég er ósammála þessu, Jóhann
ég þekki marga listamenn sem þegið hafa Listamannlaun og eru að gera frábæra hluti og fáa veit ég sem vinna meir eða leggja harðar að sér..
ég hef ekki rekist á eða heyrt um þessa iðjuleysingja sem þú talar um..
.
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:40
Anna. Það þarf sterk bein og kjark þegar virkilega reynir á. Það er nóg að standa og ganga uppréttur þegar kemur að nokkurnveginn vitsmunalegri og yfirvegaðri umræðu eins og þeirri sem við reynum að halda uppi hér á blogginu hans Ransu. Hann rúllaði bolta af stað með umfjöllun um Gjörningaklúbbinn. Sá bolti rúllaði í ófyrirséðar áttir og það er bara gott.
Kannski halda sumir listamenn að þeirra tillegg í umræðu sé ekki nógu merkilegt, eins og það kosti einhverjar stórar stefnuyfirlýsingar daglega að halda úti bloggsíðu. Stundum rúllar boltinn á góðu skriði. Ég þekki fjöldann allan af myndlistarmönnum sem kvarta yfir dauflegri umræðu. Mér finnst að þeir eigi að leggja orð í belg (til dæmis hér) hafi þeir tæknileg tök á því. Brauðstrit er engin afsökun fyrir þögn þeirra fyrst þeir kvarta.
Kristbergur O Pétursson, 2.10.2008 kl. 14:51
Ég verð að taka undir það sem Anna segir, allir þeir listamenn sem ég þekki vinna hörðum höndum að listsköpun sinni.
Ég vil þakka fyrir þessa áhugaverðu og skemmtilegu umræðu sem er hérna, ég er enn að hugsa þessi mál og hef í sjálfu sér ekki myndað mér neina afgerandi skoðun og kannski hittirðu einmitt naglann á höfuðið Kristbergur mörgum finnst sitt innlegg ekki nógu merkilegt.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2008 kl. 15:15
Jóhann. Það er kannski eitt örlítið sannleikskorn í þessu sem þú heldur fram um gunguháttinn?
Það rifjast upp fyrir mér, að árið 1996 stóð ég í harkalegri ritdeilu í Alþýðublaðinu sáluga við Halldór Björn Runólfsson listfræðing og núverandi forstöðumann Listasafns Íslands. Mér þótti hann fella þunga og harða dóma yfir íslenskum listamönnum og meðlimum SÍM í pistli nokkrum. Ég beið í rúmar tvær vikur eftir að lesa andsvar eða mótmæli listamanna, til dæmis fulltrúa SÍM, en það furðulega var að enginn lyfti hendi þar á bæjum málstað sínum til varnar. Það var og er undrunarefni útaf fyrir sig. Ég tók mig til og skrifaði andmælagrein. Síðan fékk ég það aldeilis óþvegið og umbúðalaust til baka frá Halldóri fyrir ósvífnina. Uppúr þessu spannst hin bráðskemmtilegasta ritdeila sem varð mikill skemmtilestur listamanna á knæpum og kaffihúsum Reykjavíkur. Alþýðublaðið rokseldist á hverju götuhorni. Sumir listamenn sáu ástæðu til að klappa mér á bakið fyrir frammistöðuna og bjóða mér í glas.
En lengra gengu þeir ekki. Enginn lagði orð í belg í þeirri umræðunni, hvorki sjálfum sér til varnar né mér til aðstoðar. Ég er að tala um meðlimi Sambands Íslenskra Listamanna, sem um þær mundir taldi á þriðja hundrað félagsmanna.
Svo hljóðnaði deilan. En þeim orðrómi var komið á kreik að mér væri einhverra hluta vegna uppsigað við listfræðinga. Sem er auðvitað alrangt og leiðréttist hérmeð, skyldi einhver vera haldinn ranghugmyndum þar að lútandi.
Kristbergur O Pétursson, 2.10.2008 kl. 15:20
Sael Anna, ja, thad eru liklega til einstaklingar tharna innan um sem hafa gert eitthvad viturlegt,og eg vidurkenni ad eg a thad til ad alhaefa sem er slaemt. sumir eru eflaust duglegir.... vid ad saekja um styrki og koma sjalfum ser a framfaeri og fara a kokteilparty og opnanir, smjadrandi fyrir retta folkinu, thetta er full time job!
Megnid af thessu lidi eru er si vaelandi um styrki, med undantekningum tho, en their eru sjaldsedir hrafnar. Ef thu kannast ekki vid thetta Anna, tha veit eg ekki i hvada landi thu byrd, en eg by i thessum faranleika, eg kannast ekki vid thessu FRABAERU hluti sem koma fra thessu folki (med faeinum undantekningum).
johann (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:23
Hrafnhildur. Það þarf enginn að stökkva alskapaður úr höfði Seifs með fullmótaða skoðun á neinu. Mín eigin hugsun er á stöðugu reiki frá einni spurningu til annarrar, framsetning mín þokukennd, en ég læt það bara vaða.
Kristbergur O Pétursson, 2.10.2008 kl. 15:30
Rétt athugað hjá þér Kristbergur en fátt leiðist mér meira en fólk sem hefur hátt, gasprar mikið og hefur ekkert að segja, þess vegna reyni ég að taka inn sem mest ég má, þegi, hlusta og læri. Þegar ég hef kafað aðeins undir yfirborð hlutanna þá mynda ég mér skoðun og segi hana óhikað. Ég er þó alls ekki að beina þessum orðum til þín, hef gaman af því að lesa það sem þú skrifar því þú hefur heilmikið að segja...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2008 kl. 15:39
Saell kristbergur, frabaert! thannig a thetta ad vera, en eins og thu serd tha ert thu undantekningin. Thad ma ekki gagnryna Biskupinn i thessari kirkju.
Eg veit ad thad eru margir sem hafa svipadar sogur ad segja, eg hef nokkrar sem eg get beitt mer til varnar ef a tharf, en thaer bida i bili. Thad er full thorf a ad gagnryna thetta folk harkaleg, thad hikar ekki vid ad gera thad sjalft, og er til i ad eydileggja feril folks ef thvi finnst thad ognad.
johann (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:40
Hrafnhildur..ég tek undir með Kristbergi það þarf engar stóryfirlýsingar til að vera þátttakandi í umræðu.. jú stundum þarf að hlusta og vega ..en stundum getur góð spurning eða 'vitlaus' spurning vegið jafn þungt og langt mál..
ALLIR hafa reynlsu ALLIR hafa eitthvað að segja.. það þarf að blanda saman stóru og smáu og öllum litaskalanum..þá er umræðan frjó og lifandi
óformlega umræðan ert oft með mesta safann..og þar fæðast góðar hugmyndir
ef við ímynduðum okkur að við sætum kringum eldhúsborð,ég bíð í kaffi, mundu allir opna munninn..ekki bara til að bíta í pönnukökur heldur til að spjalla.. þannig þarf að hugsa þetta..
Jóhann..ef enginn færi á opnanir .ja hvað þá, væri það ekki heldur dauflegt..að fara á 'opnun' er fyrir mér eins og að fara í afmæli..maður er að halda uppá daginn með kollega sínum og sýna starfi hans virðingu..svo seinna getur maður farið aftur og skoðað verkin ´rólegheitum og líkað þau eða ekki...
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 16:39
jú ég tek undir það að stundum vegur vitlaus spurning jafnt þungt og langt mál.....og allir hafa eitthvað til málanna að leggja þó mér finnist stundum betra að hlusta, taka inn og melta það sem sagt er um hluti sem ég hef lítið sem ekkert kynnt mér....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2008 kl. 17:09
Takk Kristbergur varðandi starfslaunagreinina. Skal skrifa eitthvað um þetta á blogginu á eftir, eins og þú biður um.
Punkturinn með spurninguna "Er hægt að setja listsköpun í excel?" er einmitt vegna hluta eins og eru að gerast hér í athugasemdum. Ekki hefði mér órað fyrir þegar ég bloggaði um gjörning Gjörningaklúbbsins að umræða færi í þessa átt og athugasemdir öðluðust sjálfstætt líf. En þannig er einmitt listin sjálf. Hún er í eðli sínu lifandi og getur farið á óvæntar slóðir áður en maður veit af. Hvernig getur maður fest þannig ferli í excel?
Ransu, 2.10.2008 kl. 17:26
þetta var nú einusinni Gjörningur sem ýtti þessu af stað, Ransu!
listköpun er jú einhvern veginn svona...
galdur..hleypa einhverju övæntu ,óþekktu, óskrifuðu inn
leyfa því að vera, valsa um hafa hátt,eða bara hvísla
sjá hvað gerist,
vita að eitthvað gerist, þvi það gerist ef það fær pláss
nei excell skjöl sníðast illa utanum galdur eða gjörning
menn verða bara að skilja það og treysta mönnum til starfa..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:34
Takk Ransu, bloggaðu um starfslaun og ég skal leggja mitt til mála - og vonandi við öll sem hér höfum lagt okkar til mála í þessari er frjóu og fjörlegu umræðu.
Vonandi gefur þessi umræða tóninn fyrir vettvang myndlistarmanna þar sem þeir geta tekist á um sín málefni. Í vangaveltum, rökræðum eða röfli. Allt er gott og gilt. Skítkast er betra en algjör þögn. Vitleysa er líka vangaveltur.
Umræðugrundvöll hafa rithöfundar og leikstjórar og allir aðrir í listabransanum haslað sér á liðnum áratugum á öllum nothæfum vettvangi. Og yfirhöfuð hvert einasta skríðandi smákvikindi allstaðar og alltaf í öllum starfsgreinum og stéttum. Allir nema myndlistarmenn á Íslandi.
Kristbergur O Pétursson, 2.10.2008 kl. 23:03
Var að blogga um starfslaunin en svo datt allt út.
Geri þetta aftur á morgun.
Ransu, 2.10.2008 kl. 23:52
vel mælt Kristbergur!
búin að læra mikið í dag sitjandi hér vestur í Chicago..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:08
Takk Anna. Vel mælt? Tjah...kannski tók ég aðeins of djúpt í árinni. Stórar alhæfingar. Stundum finnst manni þörf á því. Stundum virkar það og stundum ekki.
Það hefur jafnvel hvarflað að mér að biðja einhvern listfræðing að koma í brjálaða ritdeilu.
En nei. Ritdeilur vilja þróast útí ólæsilega þvælu og karp um smáatriði.
Kristbergur O Pétursson, 3.10.2008 kl. 10:18
Getur umræða ekki verið umræða eða hugsuð þannig í stað þess að hún sé hugsuð sem slagur eða 'deila', eða skítkast ? Að það sé jákvætt að koma með ólík sjónarhorn, sýna aðra eða nýja fleti á málefni. Listamenn ættu að vera góðir þessu ,það er´jú þeirra starf að skoða hlutina 'öðruvísi' ekki satt!..þess vegna er fyrir mér dularfullt að rödd þeirra heyrist ekki meira á opnberum vettvangi. eins og þú bendir á í gær ..efa ekki að menn ræða sín mál á kaffihúsum..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 12:39
Sæl Anna. Það er mikilvægt að sem flest sjónarmið komi fram. Það gerist sjálfkrafa með aukinni þátttöku í umræðunni. Það er líka eðlilegt að menn lendi í deilum um andstæð sjónarmið. Það er heilbrigð umræða svo fremi menn virði skoðanir andstæðingsins.
Anna og þið öll: Viljið þið kíkja á nýjasta bloggið mitt?
Ransu: Ég vona að þú móðgist ekki við að ég misnoti athugasemdir hjá þér á þennan hátt.
Allt fyrir umræðuna...
Kristbergur O Pétursson, 3.10.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.