2.10.2008 | 18:48
Journey to the Centre
Ég er víst búinn að missa af eigin opnun en klukkar 18:00 ( Þ.e. í öðru tímabelti klukkan 18:00) opnaði sýningin Journey to the centre í Broadway gallery í Soho hverfi New York borgar.
Titillinn vísar annars vegar til skáldsögu Jules Vernes sem nýlega var kvikmynduð en hins vegar til sköpunarferlis sem ferðalags í sjálfu sér (sem útskýrir undirtitilinn Bioprocess).
Ásamt mér sýna: Elsa D. Gísladóttir (myndlistarkona), Helga Arnalds (myndlistar og -brúðugerðarkona), Guðrún Vera Hjartardóttir (myndlistarkona) og Anna Halldórsdóttir (tónskáld), en GuðrúnVera og Anna vinna saman að verkefni sem tengir saman skúlptúr og tónlist.
Sýningin stendur út októbermánuð.
Allir velkomnir....en ég býst við að fá myndir sendar og læt þær á bloggið handa þeim sem ekki gera sér ferð út.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Athugasemdir
til hamingju með sýninguna,
enn gera Íslendingar innrásar-útrás í NY ,
hvar endar þetta!?
nú vantar bara að byrja nýja bók og allir verða glaðir aftur!
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:36
Eru ekki allir glaðir?
Ransu, 2.10.2008 kl. 22:43
nei!
en þú getur bókað mig í gleðiklúbbinn..amk flesta daga..
skemmtilegri en hinn.
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:12
Til hamingju með sýninguna Ransu, hlakka til að sjá myndir.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:30
Til hamingju með sýninguna Ransu og gangi ykkur öllum vel.
Kristbergur O Pétursson, 3.10.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.