3.10.2008 | 16:30
Starfslaun eða verkefnastyrkur?
Ég skrifaði Af listum pistil sem birtist í Mogganum í gær undir yfirskriftinni Starfslaun á dögum excel-skjalsins og að beiðni sem kom í athugasemdum vegna skrifa hér að neðar á blogginu ætla ég að drepa á greininni hér á bloggið.
Punkturinn með greininni var að benda á áherslubreytingar í starfslaunaumsókninni og þá á úthlutun launanna. En ég geng út frá því að þau hafi breyst í verkefnastyrk og sé tímaspursmál að þau lög taki gildi.
Ég vitna þá í upphafstexta umsóknareyðublaðsins og lið 4 og 5 á sama blaði þar sem augljóslega kemur fram að verkefnin sem eru framundan ráði úrslitum á umsóknunum og að umsækjendum beri að gera skilmerkilega greinagerð á þeim.
Ég velti þá fyrir mér hvað sé verkefni í listum. Miðast myndlistarverkefni t.d. við gerð opinberra listaverka, dvöl í gestavinnustofu eða hverskyns sýningarhald. Eru launin þá hér með frátekin fyrir þá sem eru duglegir að sanka að sér flestum tímarömmuðu verkefnunum og sem lengst fram í tímann? Eða getur rannsóknarvinna talist verkefni? Órætt tímalaust ferli sem með öðrum orðum má kalla "að sinna listsköpun".
Því spyr ég, líkt og einn ágætur kollegi minn sem vakti mig til umhugsunar, "Er hægt að setja listsköpun inn í excel-skjal?"
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Athugasemdir
ég þekki ekki sögu þessara umsóknareyðublaða en hef þá skoðun að þetta þurfi að vera í bland..bæði styrkur til að geta sinnt gefnum verkefnum og svo styrkur til að vinna óháð einhverju ákveðnu prójekti....án hins síðara er mikils farið á mis...en þetta er sá þáttur sem getur verið snúið að útskýra fyrir þeim sem ekki þekkja þannig vinnu..kanski vantar listamenn til að gefa komment á eyðublaðið..þetta getur verið spurning um orðalag..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:27
það er spurningin: Hvað er verkefnið sem liggur til grundvallar starfslaunaumsókn. Að mínu mati er það grundvallaratriði og helsti tilgangur starfslauna að skapa tíma til að geta unnið að verkunum. Margir listamenn eru duglegir við að sanka að sér tímarömmuðum verkefnum útum allan bæ, og það er spurning hversu þungt slíkar sjálfstæðar skuldbindingar eiga að vega í mati á umsókn á móti sjálfri listvinnunni. Standa slíkar skuldbindingar eða falla með starfslaunum? Á ég að hætta við allt saman ef ég fæ ekki neitt?
Rithöfundur ætlar að skrifa skáldsögu. Hann þarf að losa sig úr brauðstritinu og hafa tíma og næði til verksins og sækir um starfslaun. Hann tekur fram í umsókninni að hann hyggist fara í upplestrarferð um allt landið eftir að bókin kemur út. Á sama tíma sækir annar rithöfundur um starfslaun fyrir sambærilegt verk, en hann hyggur ekki á upplestrarferð vegna þess að hann er málhaltur. Hvernig á dómnefndin að vega þá og meta?
Verk og vinnuaðferðir myndlistarmanna eru eins ólík og þeir eru margir. Það eru amk. 300 sem sækja um starfslaun árlega. Hugsum okkur listamann sem sækir um sex mánuði. Hann framleiðir allajafna fá verk og þau eru seinunnin. Hann þarf að nota starfslaunatímann til hins ítrasta, til þess eins að framleiða verkin. Það gefur auga leið að hann hefur engan tíma aflögu þessa sex mánuði til sýningahalds eða annarra umsvifa utan vinnustofunnar. Svo er annað mál hvað hann gerir við verkin þar á eftir, að liðnum þessum sex mánuðum. Er það ekki dómnefndinni óviðkomandi?
Ég hélt sýningu í sölum Hafnarborgar (efri hæð) 1993 og var það afrakstur fjögurra ára vinnu. Ég sótti um starfslaun 1991, 1992 og 1993 og tók þessa sýningu fram í umsóknum, án árangurs. Svo fékk ég starfslaun í sex mánuði 1994 án þess að hafa neina sérstaka sýningu í huga. Það var gott að hafa rúman tíma framundan fyrir Hafnarborgarsýninguna því brauðstritið tók sinn tíma. En starfslaun hefðu komið sér vel í aðdragandanum.
Anna. Orðalagið á umsóknareyðublaðinu er mjög opið. Kannski er það til þess að binda ekki hendur dómnefndar um of. Ég starfaði í dómnendinni 2001 ásamt Erni Þorsteinssyni og Guðbjörgu Lind. Við komumst að því að nefndin hafði engar reglur til að starfa eftir. (Ég veit ekki hvernig það er núna) Það var okkar fyrsta verk að koma okkur saman um vinnureglurnar. Ég býst við að hver nefnd fyrir sig þurfi að gera það á hverju ári.
Kristbergur O Pétursson, 4.10.2008 kl. 09:03
Fyndin pæling, en þó eðlileg frá áskrifendum. Það er engin munur á starfslaunum eða verkefnastyrk. Þótt ég hafi aldrei hlotið starfslaun í þau 17 ár sem ég hef sótt um - og hef þó verið duglegur "að sanka að sér flestum tímarömmuðu verkefnunum og sem lengst fram í tímann? " Þá hefur það ekki haft neitt að segja þegar komið hefur að úthlutun. Margoft hefur verið sýnt fram á að úthlutanir ganga út á allt annað en það sem menn mundu ætla. Til gamans má geta þess að á sama tíma og ég var í framhaldsnámi í Rotterdam Hollandi voru Ransu, Guðrún Vera, Pétur Örn, Helgi Hjaltalín, Elsa D Gísla og Spessi, saman í listaskólanum í Enskede í Hollandi. Það hlýtur að teljast tilviljun að öll þessi hafa hlotið starfslaun oftar en einu sinni. Ef Ransu telur sig vera að vinna að rannsóknum í nafni myndlistarinnar ætti hann þá frekar að sækja um styrki á öðrum stöðum. Í mínum huga eru starfslaun ekki hugsuð til að hjálpa ómótuðum hugmyndum eða byrjendum á vegi lista. Starfslaun voru frekar hugsuð fyrir þá sem mótað hafa skoðanir, hugmyndir eða verkefni sem þeir vilja koma á framfæri, og vinna í framhaldi að þeim. En því miður hefur enginn innan fyrrum nefnda haft kjark eða þor til að koma með skýrar reglur fyrir því hvernig úthlutunum skuli háttað og við hvað skuli miðað. Heldur hefur þetta verið alla tíð eins og Kristbergur bendir á; Við komumst að því að nefndin hafði engar reglur til að starfa eftir. Og svo er þann enn í dag.Það veitenginn sem sækir um eftir hverju er farið? Hipsum happs aðferðin og vinargreiðinn ræður að líkindum áfram ferðinni.
GRL
Guðmundur R Lúðvíksson, 4.10.2008 kl. 12:17
Ég hef séð og glimt við núverandi umsókn. Ég hélt að Ransu væri að tala um að umsókninni hefði verið breytt til hins verra.
Kanski þarf hún að vera opin jafnvel enn opnari, einmitt vegna þess að það er erfitt ef ekki ómögulegt að gera formúlu fyrir listsköpunina og gefa listamönnum tæki færi til að vera skapandi í umsókninni lika.
Get annars litlu bætt við þessi fínu innlegg Kristbergs og Guðmundar
Eitt óviðkomandi umsókninni sem Guðmundur nefni er fín hugmynd og það er að bjóða listamönnum að koma kynna sig fyir söfnum í einhverjar skilgreindar mínútur. Museum of Contemporary Art hér í Chicago hefur get þetta af og til mælst vel fyrir. En sakir fjölda þeirra sem vilja komast að var dregið og ákveðin fjöldi kemst að í einu....allir settir við ssma borð þannig..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:55
Það er ekki hægt að setja listsköpun ínní Excel. Það er ekki hægt að kortleggja óvissufaktorinn sem kemur alltaf eins og skrattinn úr sauðarleggnum.
En þegar málið snýst um listamannalaun, (almannaféð í ríkiskassanum sem nýfrjálshyggjuliðið vill ekki sóa í listaföndrið heldur nota til að bjarga rassgatinu á óábyrgum fjárfestum) þá er eðlilegt að gera kröfu um greinargerð um verkefnið sem liggur til grundvallar umsókn. Listamenn hafa nógan tíma frá ári til árs til að leggja málið niður fyrir sér.
Umsækjandi sem hefur skýran og rökstuddan ásetning er einfaldlega tekinn framyfir þann sem hefur það ekki, og skiptir þá engu máli hvor þeirra er byrjandi á listabrautinni og nýskriðinn úr Listaháskólanum eða lengra kominn. Annað væri vatn á myllu þeirra sem vilja leggja niður listamannalaun.
Í þessu tilliti þarf að gæta jafnræðis milli aldurshópa, eins og á milli mismunandi faggreina í myndlistinni og kynja ofl. ofl. einnig milli landshluta, höfuðborgarsvæðið - landsbyggðin.
Eins og ég hef áður sagt: Hver nefnd verður að setja sér sínar eigin starfsreglur meðan þær eru ekki lögfestar. Ég efast reyndar um að það sé nokkuð vit í að setja lög um það. Hvað ef aðeins einn listamaður af landsbyggðinni sækir um. Á hann þá skilyrðislaust og sjálfkrafa að fá úthlutað?
Nefndarfólkið verður á hverju ári að byrja á því að gera heildarúttekt á umsækjendapakkanum, sem er örugglega breytilegur frá ári til árs, og vera síðan samtaka í því að gæta sanngirni og jafnræðis.
Kristbergur O Pétursson, 4.10.2008 kl. 13:50
Athyglisverð hugmynd hjá þér Anna, að listasöfn bjóði listamönnum að koma og kynna sig. Gefur þetta góða raun þarna í Chicago? Væri gaman að sjá þetta framkvæmt hér. Svo mættu listamenn þakka fyrir sig með því að bjóða listasöfnunum til sín. Eða vera fyrri til með heimboðið.
Útí aðra sálma en ekki óskylda: Hvernig skyldi standa á því hvað forstöðumenn og -konur listasafnanna í Reykjavík og Kópavogi eru sjaldséð á sýningaropnunum í Hafnarborg í Hafnarfirði? Eða er þetta bara einhver vitleysa í mér?
Kristbergur O Pétursson, 4.10.2008 kl. 14:48
Kristbergur þú ert greinilega búinn að hugsa mikið um þessi mál og gott að fá þessa innsýn.
Það var nú Guðmundir sem nefndi þessa hugmynd um að listasöfn biðu mönnum að kynna sig og ég tók undir. Ég veit ekki hvað safnið sem ég nefndi hefur fengið út úr þessu annað en að fá víðari sýn á það sem er fyrir utan ..hvort einhver hefur verið 'uppgötvaður 'í þessu ferli veit ég ekki..ég þekki nokkra sem komust í viðtal..voru að sjálfsögðu á taugum á undan en komu heilir út og sterkari! Ég held að þetta hafi farið í gang af þvi að listamenn hér eins og heima kvörtuðu yfir því að safnið sinnti ekki lokal listamönnum nægilega þ.e. þeim sem búa í Chicago..þetta er mín túlkun útfrá þvi sem ég les og heyri..en safnið sjálf kann að hafa aðra ástæðu..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 15:44
Það er nú spurningin...eru þessar breytingar jákvæðar eða neikvæðar?
Máski tek ég eilítið neikvæðan pólinn sjálfur en gæti svosem tekið þann jákvæða, því það eru kostir og gallar...
Ég er ekki sammála Guðmundi að ekki sé munur á launum og styrk. Það er mikill munur á að leggja listrænt mat og verkefnamat. Þótt hitt síðarnefnda sé sennilega auðveldara að þá þarf samt að meta verkefnin
Og eins og Kristbergur bendir á þá er óvissufaktorinn mikilvægur partur af sköpunarferlinu. Ég var einmitt að lesa grein í NYarts magazine sem heitir "Thinking outside the box", sem "hintar" að því að þreytumerki séu komin á artfair-kaupstefnu-biennala senuna. Að fólk sé farið að hugsa út fyrir rammann. Það má lesa svipað út úr greininni um Evró-list sem Kristbergur fjallar um á sínu bloggi.
Er verkefnastyrkurinn þá ekki frekar "Thinking into the box". Er verið að setja inn eitthvað kerfi sem verður úrelt í áherslum myndlistar eftir nokkur ár.
Þetta eru allt bara vangaveltur.
Væri þakklátur Guðmundur ef þú gætir sleppt persónulegum skotum, eins og "áskrifandi" eða "Ef Ransu telur sig vera að vinna að rannsóknum í nafni myndlistarinnar ætti hann þá frekar að sækja um styrki á öðrum stöðum". Sem ég botna ekki í og hef í sjálfu sér engan áhuga á að vita frekar. Þessi pistill fjallaði ekki um mig. Hann var til þess gerður að vekja athygli á breytingu á lögum um listamannalaun og vekja umræðu um þau.
Ransu, 4.10.2008 kl. 19:31
Thvi fyrr sem listamannalaun verda afnum thvi betra, thad er ekkert sem rettlaetir thessar gjafir...thetta eru ekki arangurs tengd laun! Laun er rangnefni
"listamanna peningagjafir fra skattborgurum", afhverju fa pipulaggningamenn ekki svona gjafir, nuddarar, hjukrunarfraedingar? Eru listamenn orirkjar? Thad er enginn annar thjodfelags hopur sem faer slikar "gjafir" nema tha veikt folk og their sem eru atvinnulausir. Eg held ad thad se lika buid ad marg sanna thad ad rikisstyrkirnir gera listamennina ekki ad betri listamonnum. Thad verdur ad haetta thessari vitleysu sem fyrst.
johann (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:55
Gaman, gaman. Nú fer að verða fjör hjá hirðinni. Aðeins stutt innlegg í áðursagt hér að ofan. 1. Kristbergur nefnir ath.verðan póst varðandi forstöðumenn tveggja safna - Hafnarborg og Gerðuberg. Ég hef nokkru sinnum sent þessu ágæta fólki bréf og fyrirspurnir. Þeir hafa ekki einu sinni haft fyrir því að svar þeim bréfum - hvað veldur hef ég svo sem ekki ájuga á að vita. 2. Kristbergur nefnir einnig rökstuðning með umsóknum ?? Það er nú einusinni þannig að ekki einu sinni nefndirnar sem unnið hafa öll undanfarin ár telja að sér beri að setja fram rökstuðning á úthlutun og höfnun - þótt kveðið sé skýrt um það í reglum um stjórnsýslu hins opinbera. Og um það hefur umboðsmaður alþingis fjallað og beint mjög ákveðnum tilmælum með það. 3. Ég er alveg sammála því að það er mikill munur á launum og styrk, en ég sé engan mun á því eins og Ransu setti það fram; Starfslaun eða verkefnastyrk - á því er engin munur ( nema hugsanlega skattalegur ). 4. Ransu biður mig um vægðar - skot. Má vera að þú hafir tekið þetta til þín, en svona er nú mín skoðun á framsetningu þinni sem innlegg í málið. Ég meir að segja hef grun um að á bakvið liggi ótti við að verða ekki fyrir valinu ? Það vita allir sem vilja vita skoðun mína á úthlutun starfslauna. Það þarf ekki annað en að skoða þá úthlutun 10 ár aftur í tímann og sjá þar árangurinn. Gríðar stór hluti af þeim sem fengið hafa úthlutun hafa nánast horfið af listabrautinni og ekki sýnt eða tekið þátt í sýningum. Ef listamönnum er virkilega annt um þessi starfslaun og úthlutanir af þessu tagi, þá mundu þeir koma sér saman um sanngjarnar og gegnsæjar reglur sem farið væri svo eftir, eða hreinlega að leggja til að þetta verði lagt niður. Sjálfur hef ég sent inn umsókn - og hef alltaf gert eins og áður sagði í 17 skipti. Sjálfsagt hef ég ekki átt skilið að fá úthlutun - vegna lélegs rökstuðnings og lélegra verka. En þeir sem vilja geta kíkt á heimasíðuna mína og lagt mat á það. www.1og8.com
Bestu kveðju,
GRL
Guðmundur R Lúðvíksson, 4.10.2008 kl. 22:48
Flott skegg Guðmundur
Ransu, 4.10.2008 kl. 23:12
Guðmundur Rúnar. Þegar úthlutunarnefndir hafa lokið störfum, komist að niðurstöðu, eru niðurstöðurnar sendar til menntamálaráðherra eða einhvers fulltrúa hans (man ekki hvernig þetta gengur fyrir sig) til samþykktar. Þar með, lögum samkvæmt - ég endurtek lögum samkvæmt, eru nefndarmenn lausir allra mála. Öllum kvörtunum er vísað til Menntamálaráðuneytisins og nefndarmenn þurfa ekki að svara fyrir eitt né neitt. Sem betur fer. Vildir þú vera í þeim sporum að þurfa að rökstyðja öll völ og allar synjanir og standa í eilífðarþrætum með endalausum samanburðar- og upprifjunarlanglokum við alla landsins þrasara og tengdamæður þeirra? Jafnvel löngu eftir að öllum umsóknargögnum hefur verið skilað til umsækjenda?
Hvernig í fjandanum hefur þú hugsað þér lagaramma sem gerir þennan hrylling mögulegan?
Kristbergur O Pétursson, 4.10.2008 kl. 23:19
Eru listamenn orirkjar? Thad er enginn annar thjodfelags hopur sem faer slikar "gjafir" nema tha veikt folk og their sem eru atvinnulausir.
Jóhann. Mér líkar vel við margt í framlagi þínu í umræðunni. Þú ert ekki einn af þeim sem eyðir tíma í að melta og sjóða hvaðeina sem þér liggur á hjarta. Gjarnan vildi ég að þú byrjaðir að blogga á þinni eigin síðu og láta gamminn geisa þar. Ég hvet þig til að gera það.
En nú geri ég athugasemd við mál þitt. Öryrkjar, atvinnulausir og sjúklingar eru hvorki ölmusufólk né þiggjendur gjafa frá samfélaginu.
Það eru listamenn á starfslaunum ekki heldur.
Kristbergur O Pétursson, 4.10.2008 kl. 23:47
Æ hvað þetta er barnalegt .
Guðmundur R Lúðvíksson, 5.10.2008 kl. 00:11
Nú er Bleik brugðið. Fátt um svör hjá þér Guðmundur. Þú hlýtur að eiga einhver vel valin hnýfilyrði í garð "hirðarinnar" áður en þú ferð að leggja þig?
Ég er á áttunda bjór.
Haltu áfram að rífa kjaft gamli skarfur, mér þykir vænt um þig.
Kristbergur O Pétursson, 5.10.2008 kl. 00:25
Thetta var kanski illa ordad hja mer, meinti alls ekki ad oryrkjar, atvinnulausir og sjuklingar seu olmusufolk, samfelagid a ad retta hjalparhond til theirra sem minna mega sin, en listamenn eru thvi midur ad troda ser innan um thennan hop og min skodun er su ad their eigi thar hvergi heima, thar er rikid ad mismuna thegnum sinum, thad er logbrot.
johann (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 10:49
Sæll Ransu,
þetta er örugglega hin þarfasta umræða og er ég hjartanlega sammála Kristbergi í svari sínu til þessa Jóhanns, sem ætti að skapa sitt eigið bull undir fullu nafni á sinni vefsíðu.
'Öryrkjar, atvinnulausir og sjúklingar eru hvorki ölmusufólk né þiggjendur gjafa frá samfélaginu.
Það eru listamenn á starfslaunum ekki heldur'.
Ég hef aldrei lært að fylla út þessa umsókn svo gengi. Hef þó gert æði margar tilraunir, með haldgott í pakkanum (þó það kæmi stundum frá útlöndum) og margra ára námsferil í myndlist og sýningarhald upp á eigin spítur. Ekkert hefur dugað til að það nyti hylli dómnefndarmanna...í gegnum árin. - Alltaf hef ég verið jafn hissa í hvert sinn sem líf mitt hefur verið eyðilagt.
Eitt sinn var mér úthlutuð vinnustofa á Korpúlfsstöðum, sem átti að fara að smíða ca 50 fermetrar. Tveim árum síðar var mér boðin vasklaus skápur ca 8 fermetrar. - Það má nærri geta hvort maður hefur ekki verið að hugsa um myndlist og ekkert annað, vinnustofulaus með vonina að vopni. En SÍM og þeirra pólitík er óþverri. - Nú er ég komin með prýðis yfirsýn. Takk fyrir mig og gangi þér vel.
Eva Benjamínsdóttir, 5.10.2008 kl. 14:33
Takk öll fyrir innlegg.
Smá til Evu. Það væri hugmynd að SÍM héldi námskeið í styrkjarumsókn.
Eina sem ég get sagt er að ég hef hlotið starfslaun í þrígang, þá samtals í 2 ár, á 12 ára starfsferli.
Fyrst var það í 6 mánuði og þá sótti ég um með lítið af verkefnum en mikið af hugmyndum.
Næst hlaut ég starfslaun í 1 ár og sótti þá um með mikið af sýningum sem spönnuðu langt tímabil og voru á Íslandi, Evrópu og Bandaríkjunum.
Þriðja skiptið sótti ég um vegna dvalar í gestavinnustofu og sýningar. Var þá með skýra kostnaðaráætlun sem var jafngildi 6 mánaða í starfslaunum og mér var þá úthlutað 6 mánuðum.
Engin af þessum úthlutunum byggir þá á samskonar kerfi.
Sú fyrsta var einhverskonar "boost"-laun til að maður geti sökkt sér í listsköpunina og reyndist góður tími til að skapa sér verkefni.
Önnur úthlutun var þá vera eins og verkefnastyrkur, þ.e. framfærslukostnaður til að geta sinnt sýningarhaldi og unnið þá fyrir þær.
Þriðja úthlutun var svo eins og styrkur til að fjármagna verkefni.
Þannig að engin úthlutun í minn garð var eins .
Máski er fínt að skilgreina þetta þá bara í eina átt og búa til verkefnastyrk. En það mundi þá útiloka einhvern hóp. En líka mætti skipta laununum í þætti. Hafa hluta þeirra sem verkefnastyrk, annan "boost" styrk og svo koll af kolli.
Hollendingar eru t.d. með start stipendie sem er til þess gerður að styðja listamenn til að byrja ferilinn, síðan eru þeir með verkefnastyrk og laun fyrir lengra komna (ef svo má segja)til að sinna listsköpun.
Ransu, 5.10.2008 kl. 16:37
Sael Eva, thu matt ekki alveg "missa" thig thegar thu loksins faerd sannleikan
beint i andlitid, en eg er svo sem buinn ad vera bida eftir talibanarnir lati a ser kraela, eda kanski se stasi rettnefni. Eg stend vid hvert einasta ord, en eg heyri ad thu ert svolitid reid og thvi midur fafrod, haettulegur kokteill. Eg tjai mig her undir thvi nafni sem synist, ef Ransu vill ritstira umraedunni tha getur hann breytt innskraningunni eda strokad mig ut. Thu verdur lika ad laera lesa...thad sem eg sagdi a undan thinni tilvitnun, thu kannt ad lesa ekki satt? Margir listamenn eru vist olmusufolk, si grenjandi og vaelandi ad their fai ekki hitt og thetta faert a silfur fati helst fritt.
hannes smarason (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.