Krúttið er dautt - Lengi lifi pönkið!

Smashed_Mona_Punk_Art_1978_copy_editedHeyrði smellið viðtal við Dr. Gunna á Xinu. Þar var spjallað um kreppuna, en Doktorinn sá eina ljósglætu.  Og svo ég orði það eins og það dvelur í dagsminningunni: "Nú er krúttið búið.  Það nennir enginn að hlusta á einhvern gaula undir harmonikkuleik þegar ástandið er svona. Nú vilja menn blóð! Nú vilja menn heyra pönk!"

Það er margt til í þessu því eins og ég benti stuttlega á í athugasemd hér í neðra bloggi. Að nú rekst maður á myndlistargreinar þar sem talað er um þreytu á myndlist handa kjúratorum og liststofnunum, kaupstefnum og biennölum.  Að Feneyjartvíæringurinn sé bara náttúrulaust sýningarstjóra-runk og risa kaupstefna.

Semsagt: Krúttið er dautt - Lengi lifi pönkið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Enn sannar Doktorinn snilli sína.

Lifi Doktorinn, lifi pönkið...

Haraldur Rafn Ingvason, 5.10.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Heyr heyr! Mikið til í þessu!

Samt veit ég ekki nákvæmlega hvað "krúttið" var eða er. Mig rámar eitthvað í syfjulegt andarslitur í stíl og tóntegund Lennons heitins á Hvíta albúminu. Lennon hafði þó fyrir því að ræskja sig annað slagið.

Er pönkið að koma aftur? það sem er í gangi núna er álíka sexí og það sem var að gerast í proggrokkinu í den... Ég man það vel, hljómsveitir eins og Emerson-Lake-Palmer, Yes... Genesis (það band fílaði ég reyndar í botn og elskaði músíkalítetið hjá þeim) en þetta voru grúppur sem þurftu þrjátíu júmbóþotur til að færa græjur og grúppíur (aðallega hommalega tónlistarnörda) milli heimsálfa, hljómborðastaflinn var fluttur í olíutankskipum  og gítararnir með þrjá eða fjóra hálsa. Lögin endalaus og textarnir algjörlega óskiljanlegir. Svona var proggið.

Það er einmitt þetta sem er að drepa alla úr leiðindum í myndlistinni í dag.

Svo kom pönkið guði sé lof. Pönkið kemur alltaf aftur.

Kristbergur O Pétursson, 5.10.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband