5.10.2008 | 17:12
Stjörnur samþykktar
Jæja,
Ég ákvað að þegar 200 manns hefðu gefið atkvæði sitt mundi ég láta skoðanakönnun lokið.
Spurningin snérist um það hvort myndlistargagnrýnendur Moggans ættu að gefa stjörnur eður ei.
Reyndar kusu 202. Var aðeins of seinn að skrúfa fyrir könnunina. En það breytti ekki niðurstöðunni.
Já 43,6% (88)
Nei 42,1% (85)
Alveg skítsama 14,4% (29)
Semsagt stjörnurnar voru samþykktar hjá almenningi.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.