9.10.2008 | 23:07
ubu og óæskilegasta sönglagið
http://www.ubu.com/ er frábærastastasta vefsíðan fyrir listunnendur í dag. Þar má liggja yfir hlóðverkum og videoverkum eftir unga sem aldna, lifandi og dauða, Duchamp, Cocteau, Becket, Banksy, Fahlström, Acconci, Abramovich, Anderson, Schneeman....og bara alla.
Fyrir video smellir maður á Film & Video inn á síðunni vinstra megin en fyrir hljóðverk smellir maður á sound.
Í hljóðverkum mæli ég sérstaklega með Komar & Melamid & Dave Soldier´s , The Most unwanted song. Pólitískt-kántrí-óperu- 90´s rapp-með skosk-írsku ívafi. Alveg brilliant.
Annars er stórhættulegt að fara inn á þessa síðu. Maður drukknar alveg.
Njótið...
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt 10.10.2008 kl. 08:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.