10.10.2008 | 21:29
Fjárfesting framtíðinnar
Í efnahagshruni eru einhverjir sem þó eiga aura en treysta ekki bönkum lengur fyrir þeim og vilja fjárfesta í einhverju áþreifanlegu sem að auki hefur eitthvað dýpra verðmæti en tóm verðbréf.
Varla er ekki hægt að fá vaxtalaus lán til listaverkakaupa í dag, en það hefur verið hægt undanfarin ár.
Ég sá að Gallerí Fold var að auglýsa uppboð á verkum með yfirskriftinni. "Nú er rétti tíminn til að kaupa list", og verður þessi prýðis geómetría eftir Dieter Roth á meðal verkanna sem boðin verða upp.
Og þau hjá Fold er ekki einu sem líta þannig á stöðuna.
Lars Ulrich, trommari hljómsveitarinnar Metallica, hefur sett málverk eftir Jean-Michael Basquiat, heitinn, á sölu.
Lars hefur átt verkið, Untitled Boxer (sjá mynd), eftir þennan snilling nýja expressjónism- ans í 10 ár og er tilbúinn að skilja við það núna, enda metið á 6 milljónir punda (sem erfitt er að reikna þessa dagana í gengi ísl. krónu. En er u.þ.b. 1100.000.000 kr.).
Í grein New York Times (sjá HÉR) er fjallað um málið og hefst hún á orðunum; "As the financial markets skid wildly, some collectors are waging bets that art will be viewed as a safe haven".
Borgað fyrir að yfirtaka lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:50 | Facebook
Athugasemdir
Mikid er eg fegin ad bua i Bandarikjunum:)
Birna (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 07:10
það má búast við verðfalli á myndlist. Erfiðir tímar framundan hjá galleríunum.
Kristbergur O Pétursson, 11.10.2008 kl. 09:02
Morg galleri munu fara a hausinn um allan heim, thetta mun bittna hart a samtimalistinni hun er thvi midur oft a tidum alika innistaedulaus og verdbrefin, folk mun saekja i auknum maeli i varnleg verdmaeti (thad sem telst oruggt). Her a landi hafa bankarnir stutt dyggilega vid samtimalistinna, hver onnur syningin a faetur annari hefur verid styrkt af Kaupthing og Landsbanka, heilsidu auglysingar i mogganum thottu ekkert tiltoku mal, bladamenn og fjolmidlar toku ospart thatt i thessum farsa og snobbi. Er ekki sagt ad myndlistin endrurspegli samtiman, hvad hefur hun verid ad spegla? Tomhyggjuna og innihaldsleysid.
judas (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 09:39
galleríin verða að aðlaga sig eins og aðrir..og á eftir að koma í ljós í hverju sú aðlögun felst...ég talaði við eitt gallerí hér í Chicago í gær frekar ungt..var gott að heyra gleði í rödd eigandans ..sagði að sala hefði verið lífleg sl viku mas selt til Bretlands og Hollands ...ég vil trúa því að fólk muni sækja í listir í auknum mæli bæði til að auðga andann og til fjárfestingar....því hún er jú eitt límið sem heldur þessu öllu saman..
Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.