Þessi stemmning var í boði...?

New-York-City-WaterfallsEinhvernvegin finnst mér list Ólafs oft ganga út á þetta.   Að geta búið til  magnaða stemmningu, eins og náttúran, og svo er bara slökkt...

...Þessi stórfenglega náttúrustemmning var í boði Landsbankans...eða...Glitnis...eða...?

Ólafur er á mörkum einhvers industríalisma og fagurlista. Og fáir listamenn kalla fram jafn mikla tvígreiningu í verkum sínum. 

Að því leytinu er hann spennandi listamaður.

Flottur að sjá og allir geta haft skoðun á því sem hann gerir, svo lengi sem hann er ekki steyptur inn í helgimynd.

Ég missti reyndar af New York ferð sem ég hafði ákveðið á fossatímabilinu, tók að mér kennslu í staðinn.  En ég hef tröllatrú á að það hafi verið magnað að sjá foss renna úr því sem virðist vera lausu lofti.


mbl.is Slökkt á fossum Ólafs í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bara dálítið sorglegt að sum verkin hans koma mun betur út á ljósmyndum en í raunveruleikanum. Myndin með frétt mbl um sýningarlokin er til dæmis tölvugerð mynd sem var gerð áður en kveikt var á fossunum! Af hverju var ekki raunveruleg mynd af einu verkanna með fréttinni? Ég sá svona fossaverk eftir Ólaf (í Köln minnir mig) fyrir löngu og það var auðvitað ekki eins stórt og flott og þessi í NY og það var ekki alveg sú stemning sem maður bjóst við. Maður átti von á meiru. En svona er Þetta.

Fossaverkin í New York hafa hinsvegar öðlast alveg nýja pólitíska merkingu með gjaldþroti útrásarstefnu bankanna og gjaldþroti kapítalismans. Ólafur er flottur myndlistarmaður.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.10.2008 kl. 08:14

2 Smámynd: Ransu

Já Hlynur, það er viss írónía að slökkva á listaverkinu á þessum tímum. Og að gervi náttúrumyndin hafi farið að skemma þá raunverulegu þegar saltið dreifðist yfir gróðurinn.

Þessi tækni rómantíska yfirbygging listarinnar fer sennilega í endurskoðun eins og annað.

Ransu, 14.10.2008 kl. 12:27

3 identicon

ertu að segja Ransu að þetta magnaða verk Ólafs geri það sama og virkjanir..skemmi útfrá sér um leið og það auðgar eða  á að auðga mannlífið . .eða ..?

fegin að verkið komst upp meðan aur var í kassanum..

Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Slæmt ef ímynd Ólafs sem listamanns skaðast vegna tengsla hans við gjaldþrota fjárglæfrastofnanir.

En hvaða listamaður hefur svosem ekki einhverntíma skriðið uppí skeggið á bankastjóra?

Nú er mikið talað um ímynd Íslands útávið og þann skaða sem hún hefur beðið. Ímynd okkar útávið er á mannamáli: það sem við viljum að aðrir sjái. Fölsk framhlið. Við þurfum að byggja upp aftur og í þetta skipti á orðstír sem hefur innistæðu. Eins og sagt er í auglýsingabransanum: Góður orðstír er besta auglýsingin, og ókeypis að auki.

Hlynur. það er kannski skiljanlegt í ljósi ímyndarsköpunar að sum listaverk komi betur út á ljósmynd en í veruleika. Það er ekki alltaf á valdi listamannsins að stjórna því hvaða mynd almenningur fær af verkum hans. Ímyndarsköpun á sér stað í fjölmiðlum og víðar.

Kristbergur O Pétursson, 14.10.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband