4.12.2008 | 13:14
Carolyn Christov-Bakargiev sýningarstjóri Documenta XIII
Carolyn Christov-Bakargiev hefur verið útnefnd næsti stjóri á Documenta.
Documenta er sýning haldin í Kassel í Þýskalandi á 5 ára fresti (fimmæringur) og er einhver vænlegasti myndlistarviðburður sem fyrir finnst á heimskringlunni. Hefur t.d. framyfir Feneyjartvíæringnum að vera laus við kaupstefnufnyk.
Documenta er hins vegar sýningastjórasýning og stendur og fellur með honum/henni.
Christov-Bakargiev á því vandasamt verk fyrir höndum og gott að fá tíma til undirbúnings, en næsta Documenta, sem er númer 13, verður árið 2012
Carolyn Christov-Bakargiev var sýningarstjóri hjá PS1 í New York á árunum 1999-2001 en er nú yfir sýningastjórn Castello di Rivoli Museum of Contemporary Art í Turin á Ítalíu.
Hún er einnig "freelance" og var m.a. sýningarstjóri á tvíæringnum í Sydney á þessu ári og afrakstur þess hefur væntanlega gert útslagið fyrir nefnd Documenta.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.