14.12.2008 | 15:53
Gagnrýnandi ákærir eigið blað fyrir að meina honum að gagnrýna
Rakst á ÞESSA áhugaverðu frétt á artinfo um að Donald Rosenberg tónlistargagnrýnandi hjá tímaritinu Plain Dealer hafi kært blaðið fyrir að útiloka sig frá því að skrifa um sinfóníuhljómsveit Cleveland og krefjist skaðabóta sökum þessa.
Rosenberg segir að eftir að hann skrifaði nokkra neikvæða dóma um flutning sinfóníuhljómsveitarinnar hafi ritstjórn blaðsins látið undan þrístingi frá stjórn sveitarinnar og útilokað Rosenberg frá frekari skrifum um hana.
Hann er engu að síður áfram gagnrýnandi hjá blaðinu, bara skrifar ekki um sinfóníuhljómsveitina.
Þetta er þá svipað og ef DV hefði hætt að senda Jón Viðar á sýningar Borgarleikhússins vegna þrístings í fyrra.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.