23.12.2008 | 11:32
Hið rétta andlit auðvaldsins eða sjálfsblekking listamanna
Mig langar til að benda á tvær greinar sem eru að finna í tímaritinu Nei!
Fyrri greinin (lesa HÉR) byggir á samtali við Snorra Ásmundsson og kemur þar margt í ljós varðandi afskipti og stýringu Bjórgólfs Guðmundssonar á Klink & Bank, sem Landsbankinn studdi á sínum tíma. Þessi grein kemur samhliða fréttum um afskipti auðmanna að ritstjórn DV og snertir greinin þá umræðu.
Seinni greinin (lesa HÉR) er rituð af Steinunni Gunnlaugsdóttur, listakonu, og er bréf til listamanna. Þar gagnrýnir hún listamenn fyrir að taka þátt í leiknum og undirgefni þeirra gagnvart auðmönnum.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Athugasemdir
Það er gömul saga og ný að burgeisar og valdsmenn vilja njóta krafta bæði listamanna og trúða - en það er dapurlegt að horfa upp á fólk sem hefði getað verið efnilegt keppast við að sameina þetta tvennt.
Matthías
Ár & síð, 23.12.2008 kl. 23:24
Bara benda á blog síðu fyrrum blaðamann DV
http://blogg.visir.is/simonbirgis/2008/12/17/dv-og-ritsko%C3%B0un/
Ég hef fengið símtöl frá fjölmiðlum og tölvupósta frá fólki út af frásögn Snorra Ásmundssonar á Nei-inu um að ég hafi verið beittur þrýstingi til að skrifa ekki frétt tengda honum og opnun Klink og Bank. Í gær hringdi Snorri sjálfur í mig og ég varð að svara honum eins og öðrum - ég man bara ekki eftir þessu.
Ég er samt nokkuð viss um að ef mér hefði verið mútað - eins og kemur fram í frásögn hans - eða beittur ritskoðun af hálfu ritstjóra minna þá hefði ég munað eftir þessu.
Á þeim tæpu þremur árum sem ég vann á DV lenti ég aðeins einu sinni í því að vera beittur því sem kalla mætti ritskoðun - því margir virðast rugla heilbrigðri skynsemi við ritskoðun. Sumar fréttir eru einfaldlega ekki birtingarhæfar en þó ritstjórinn neiti þeim um birtingu þá er það ekki ritskoðun.
Þetta var sumarið 2005 þegar fjölmiðlar biðu birtingu ákæruliða í Baugsmálinu með eftirvæntingu. Þann þriðja ágúst kemst ég að því að Fréttablaðið hafði bæði einhvern hluta ákæruskjala undir höndum auk tveggja viðtala um ákæruatriðin – við Jón Ásgeir Jóhannesson og föður hans.
Erling T.V. Klingenberg (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.