Framtíð Sjálfstæðisflokksins.

snorriframboðÞað liggur við að maður skrái sig í Sjálfstæðisflokkinn til þess eins að geta kosið Geir H. Haarde út úr myndinni á næsta landsfundi flokksins. Og ekki síður þar sem Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður, hefur tilkynnt framboð sitt gegn Geir (Sjá Vísi.is).

Það yrði þá aldrei meiri skrípaleikur að hafa Snorra í forustu flokksins en verið hefur í tíð Geirs.

Lýsi yfir stuðningi mínum við þennan gjörning Snorra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já verst með þetta skilyrði um inngöngu í flokkinn, Ég er viss um að margir myndu vilja styðja Snorra með atkvæði sínu en hætt er við að næstum jafn margir vilji ekki leggja nafn sitt við FLOKKINN.

Ásdís (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:26

2 identicon

Það geri ég líka.

Og viðurkenni í leið að það hvarlaði að mér í fyrsta skipti á ævinni hvort ég ætti að skrá mig í Sjálfstæðisflokkinn, ég átti fyrr von á dauða mínum!

Ragga (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:48

3 identicon

Landsfundurinn fer í bál og brand ef heldur fram sem horfir. Nema hann verði haldinn í gaddavírsgirtri Viðey.. og pipar(úða)sveinar í flæðarmálinu!

jói (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 18:52

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er verið að tala um Bjarna Benediktsson sem frambjóðandaefni

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 00:40

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég meina sem formannefni

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 00:41

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ætli Snorri taki þetta ekki bara og Þorgerður fari með Geir í endurmenntun, ásamt nokkrum heimsfrægum hagfræðiprófessorum, sem sáu hrunið fyrir...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband