Vilnius vs Reykjavík

Hadid_VilniusMuseumNú þegar við horfum fram á tafir við byggingu tilvonandi tónlistarhúss (og ráðstefnuhúss) við höfnina og Listaháskólans við Laugarveg er þó hægt að gleðjast með vinum okkar í Litháen. En tilkynnt hefur verið að listasafnið í Vilnius muni loks vera opið almenningi í júní næstkomandi. En viðgerðir hafa staðið yfir á safninu í 15 ár og er loks lokið, sem betur fer því að Vilnius er menningarborg Evrópu árið 2009 ásamt Linz í Austurríki.

Að auki stendur til að byggja nýtt safn í Vilnius í samstarfi borgarinnar við Guggenheim. Aðgerðir hafa farið hikstandi af stað og  bakslag kom í samstarfið vegna efnahagsástands í Evrópu og BNA.  En allir virðast viljugir að ráðast í bygginguna enda ekkert smá flott hönnun (sjá efri mynd).

hadid_the_worldÞað er Íraski deconstrúktivistinn Zaha Hadid sem teiknaði húsið.

Ég sá yfirlitssýningu á verkum (málverk og módel) Zaha Hadid sem var í Guggenheim í New York og velkist ekki í vafa um að hún er einn flottasti arkitekt síðustu ára.

Hún þróar hús sín gegn um málverk líkt og Le Corbusier, einn helsti meistari módernismans í arkitektúr, átti til að gera.

Hadid málar reyndar abstrakt myndir, fremur teiknimyndalegar (sjá neðri mynd) og eiginlega óskiljanlegt að sjá fyrir sér hvernig þau geta þróast í raunveruleg hús. Þ.e. þangað til að maður sér húsin.

Vel gert hjá Vilnius að halda þessu til streitu. En svo er bara spurning hvor verður á undan. Vilnius með sitt safn eða Reykjavík með sitt tónlistarhús (og ráðstefnuhús) og Listaháskóla við Laugarveg.

Máski er búið að selja byggingarkranana til Litháen?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband