Aumingja Ríkarður

guston nixonÍ tilefni þess að Frank Langella er tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Richard Nixon og að við búum við gerspillt stjórnmálaflokkakerfi langar mig til að rifja upp teikningar Philips Gustons af Richard Nixon sem listamaðurinn gerði snemma á áttunda áratugnum þegar Nixon var forseti BNA.  Teikningarnar voru svo gefnar út í bók sem ég er svo sæll að hafa fest á kaup fyrir nokkrum árum.

guston nixon1Philip Guston var abstraktmálari sem sveik málstaðinn undir lok sjöunda áratugarins og fór að mála rammpólitískar fígúratífar myndir með skoplegu ívafi.   

Þessar myndir listamanns sem var þekktur fyrir liti og formleysi fór fyrir brjóstið á mörgum og hann var útskúfaður (nema eitt gallerí hélt tryggð við hann) allt þangað til að fulltrúar nýja málverksins uppgötvuðu verk hans á ný.  Þ.á.m. voru þessar frábæru teikningar af Richard Nixon.

Bókin sem gefin var út heitir "Poor Richard" og þess má geta að gælunafn Richards Nixons var "Dick" og túlkar Guston andlit þáverandi forseta Bandaríkjanna með þeim hætti.

guston nixon 3        guston nixon2 


mbl.is Benjamin Button með flestar tilnefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband