8.2.2009 | 11:38
Davíð og kynfærin
David eftir Michelangelo er eitthvað magnaðasta listaverk sem um getur.
Tveir listamenn höfðu þegar ráðist í að gera styttu af Davíð úr marmarablokkum frá Carrara, en það var Michelangelo, þá á tuttugasta og sjötta ári, sem tók að sér verkefnið og kláraði árið 1504 og nýtti til þess marmarablokkina upp á millimetra.
Kynfæri Davíðs hafa ætíð verið mönnum hugfangin, en nektin vísar til gamla testamentisins, Fyrri Samúelsbók 17;38-39:
"Og Sál færði Davíð í brynjukufl sinn og setti eirhjálm á höfuð honum og færði hann í brynju. Og Davíð gyrti sig sverði sínu utan yfir brynjukuflinn og fór að ganga, því að hann hafði aldrei reynt það áður. Þá sagði Davíð við Sál: "Ég get ekki gengið í þessu, því að ég hefi aldrei reynt það áður." Og þeir færðu Davíð úr þessu."
Nektin var einnig mikilvægur partur af Grísku klassíkinni sem endurreisnarmenn eins og Michelangelo horfðu til. Þar voru fullkomin hlutföll í fyrirrúmi en ekki mikilfengleikinn og er það ástæðan fyrir því að kynfæri á fígúrum listaverka voru jafnan í smærri kantinum. Þ.e. að þeim var ekki ætlað að sýna "karlmennskuna" heldur vissan guðdómleika eða sakleysi. En Grikkir álitu stór kynfæri vera "dýrsleg". Og á tímum Grikkja að þá voru guðirnir "mannlegir".
Máski hefðu deilur um styttuna verið fleiri ef kynfærin væru stærri, en þau virtust ekki valda Medici mönnum né klerkum miklu hugarangri á sínum tíma, þótt einhverjar hugmyndir eru uppi að hún hafi ekki verið sett upp í kirkjunni heldur á torginu vegna þess að nektin ætti ekki erindi í kirkjuna og styttan einfaldlega of mögnuð til að leyfa fólki ekki að njóta hennar.
Hins vegar eru fleiri sem ætla að styttan hafi verið sett á almennari stað bara vegna þess hve mögnuð hún er.
Þessi nekt hefur ekkert að gera með klám. En stóri bróðir er ætíð vakandi og telur að verja þurfi manninn fyrir hugsanlegum hugsunum og eyðir myndum sem sýnir saklausa nekt.
Þá leika menn sér við að hylja nektina með skondnum hætti. En kynfæri á styttunni af Davíðs hafa svosem verið hulin áður og það í raunveruleikanum. Þá var það sérsmíðað lauf sem var hengt yfir kynfærin. En það var reyndar eftir ritskoðun yfirvalda en ekki til að forðast ritskoðun þeirra.
Nektin hulin til að forðast ritskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Athugasemdir
Þessu má redda með góðum boxer naríum. Nó problem. Og ég held að styttan liti líka betur út þannig.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2009 kl. 22:47
Veit ekki hvort þú kannist við gamla hljómsveit David Bowie, Tin Machine. Á umslagi þeirra seinni plötu frá 1991 voru fjórar styttur, naktar. Þetta fór fyrir brjóstið á kananum, svo því var breytt fyrir bandaríkjamarkað. Í staðinn fyrir lauf eða naríur, var látið líta út fyrir að kynfærin hefðu verið skotin í spað. Það var samþykkt, og David Bowie kom sínum skilaboðum á framfæri. Það er í lagi að eyðileggja list og sýna ofbeldi. Hann gerði það að verkum að bandaríska útgáfan varð eiginlega meira umdeild en hin alþjóðlega.
Villi Asgeirsson, 9.2.2009 kl. 10:13
Hæ! Jamm þetta er skemmtileg umræða um kynfærin í endurreisnarlistinni. Þegar Michaelangelo hafði málað stærsta hluta þaks og gaflveggs Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði, fanns mörgum nektin vera yfirdrifin (svo hann fékk víða skella fáránlegum dulum hér og aðallega þar). Enginn sagði neitt um súper vöðvastæltu konurnar með brjótkassa eins og menn á sterum og framhandleggi á stærð við lærisvöðva á stæltum karlmanni, nei öllum var sama um það.
Það sem er svo ferlega áhugavert við listina og hér í gefnu dæmi um Davíð (sem stendur á Ráðhústorginu framan við Palazzo Vecchio) í Flórens er; að hann er ekki umskorinn. Vissulega var Davíð ein aðalhetja Gyðinga og Gyðingur í "húð" og hár; en ekki forhúð. Hann var umskorinn. Á styttu Michaelangelos er Davíð ekki umskorinn. Það sem er ennþá fyndnara er: Að á þakmálverki Michaelangelos er Adan ( í sköpunarmyndinni í þaki Sixtínsku kapellunnar) með nafla. Og þá getur maður spurt sig: Hvers vegna í ósköpunum er hann með nafla?
Baldur Gautur Baldursson, 12.2.2009 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.