Tómar myndir

Ég tók niður sýningu mína Tómt í Gallery Turpentine í morgun.

ransu_14_turpentine

ransu_7_turpentine         ransu_10_turpentine

Þykir því við hæfi að birta hér á blogginu 3 myndir af málverkum frá sýningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ok, flottir litir í þessu, en ég verð nú að segja það eins og er að barnabörnin mín sem eru öll innan við 10 ára aldur, gera mun fallegri myndir en þessar.   Auðvitað er svo misjafnt hvað fólk kallar list. Segðu mér, hvað eiga þessar myndir að tákna/sýna?

Katrín Linda Óskarsdóttir, 2.3.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Ransu

Þær tákna síðustu 14 daga í stjórnartíð Geirs H. Haarde og sýna veðurfar á suðvesturlandi næstu 3 vikurnar. 

Ransu, 3.3.2009 kl. 00:34

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Sniðugt :)

Björgvin Gunnarsson, 3.3.2009 kl. 14:04

4 identicon

Ég er spæld að missa af sýningunni þetta hangir svo  stutt uppi..

Er Terpintine med ek Hraðbankakerfi!

Það er hægt að  leggja í þetta víðan skilning sem gerir sýningua spennadi..veit ekki um þínar pælingar..en

Hér sé ég  innvolsinu mokað út úr rammanum. Eða er það á leið inn aftur?

Það sem gerir þetta óvenjulegt er að innvolsið hangir utan í honum og maður veltir fyrir sér hvert það vill,langar  eða þarf að fara. Hvað yrði þá um rammann. Skapast friður ?.. til hamingju ..flott! 

anna joelsdottir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:21

5 Smámynd: Ransu

Hæ Anna..

Jú Turpentine er með stutta sýningarkerfið eins og tíðkaðist þegar í den.. En þessi var reyndar í lengri kantinum þ.e. 3 vikur - 4 helgar, þar sem hún var framlengd. En það er nokkuð venjubundinn sýningartími í galleríum og einhverjum sýningarsölum, s.s. ASÍ.

Varðandi innvols og ramma að þá kom einn sýningargestur með ágæta tilvitnun í Derrida. "Listin lifir annaðhvort utan rammans eða innan hans".

Ransu, 3.3.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband