Virkjum listina!

beuys1 Mörður Árnason ritaði grein í Moggann í dag sem bar yfirskriftina Sköpun í kreppu. En hann vill nýta starfskrafta listamanna í auknum mæli.  Hann segir m.a.

 "Ég tel að ein af viðbrögðum okkar í kreppunni eigi að vera að blása til sóknar í sköpunargreinunum og fjölga störfum í listum og menningu. Starfslaun listamanna hafa ekkert hreyfst frá árinu 1996 – í þrettán ár, og eru ennþá 100 árslaun alls. Nú skulum við tvöfalda þessi laun næstu fimm árin. Það er eitthvert ódýrasta framlag til atvinnu- og verðmætasköpunar sem veitt verður af opinberu fé og nemur til dæmis aðeins brotabroti af þeirri ívilnun sem til stendur að veita væntanlegu álveri í Helguvík

beuysdemocracy Þessi ráðstöfun mundi losa hundrað önnur störf, fækka þar með atvinnulausum og draga úr bótagreiðslum. Og sköpunarstörfin búa til aðra atvinnu. Rithöfundar eru fyrsti hlekkurinn í keðju sem liggur um bókaforlög, prentsmiðjur, hönnunarstofur, fjölmiðla, verslanir, skóla og bókasöfn. Þeir afla tekna erlendis og skapa Íslendingum sannari og haldbetri ímynd en útrásarvitleysur og opinbert glys. Hönnun, kvikmyndir, sjónlistir."

Sem vaktmaður myndlistarinnar að þá mundi ég bæta við að framleiðsla á myndlistarverki eða hvers kyns listmunum kann að snerta ýmiskonar innflutning á efni og aðkeypta vinnu s.s. hjá trésmíðaverkstæði, blikksmiðju, skiltagerð o.fl. og leiðir svo til þess að rekstur á galleríum eða hverskyns listmunaverslunum sé raunhæfur.

Mörður heldur svo áfram;

"Vel má svo ímynda sér (takk, Guðrún Vera) að hluta þessara nýju starfa við listsköpun og menningariðju mætti skilyrða því að listamennirnir verðu hluta tíma síns til að vinna með atvinnulausu fólki og skólanemum. Við skulum virkja þá hæfileika sem í okkur búa. Missa ekki besta fólkið úr landi. Sköpun gegn kreppu."

beuysovercome Þessi umræða hefur einmitt verið inn á heimili mínu, en þakkir Marðar í sviganum beinast þarna til eiginkonu minnar, en hún er eldheit í þeirri skoðun að virkja eigi listamenn þegar ástandið er eins og raun ber vitni og hreinlega ráða þá til starfa.  Annað er sóun á kröftum. 

Listamenn sem þyggja laun hjá ríkinu, eins og starfslaun, eru nefnilega eins og sjálfseignarstofnun á framlögum frá ríkinu.  Og stofnanir hafa vissum skyldum að gegna gagnvart samfélaginu.

Mér þykir sjálfsagt að ríkið leiti til þessara stofnana (ég tala hér um ríkislaunaðan listamann sem sjálfseignarstofnun) og, eins og Mörður leggur til, virki enn fleiri til starfa til að takast á við ástandið.

beuys4 Þýski myndlistarmaðurinn Joseph Beyus (sem er á öllum myndunum) er einn helsti hugsjónarmaður myndlistar síðustu aldar, en hann taldi að samfélag gæti aldrei virkað lýðræðislega nema út frá skapandi hugsun og vildi þess vegna gera listir að drífandi afli samfélagsins, hóf þar af leiðandi að móta hugmyndir um samfélagslegan skúlptúr (social sculpture). Beuys sá listina sem heildrænt afl sem snerti alla þætti samfélagsins og sjálfur hafði hann afskipti af öllum fj...

Ég tek því undir með Merði, Guðrúnu Veru og Joseph Beuys; "Virkjum listina!"

Um Joseph Beuys má m.a. lesa HÉR og á Wikipedia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Snilld. Joseph Beuys var flottastur. Virkjum listina!

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.3.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Heyr heyr.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.3.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband