5.11.2009 | 10:26
Þegar Ragnar hlaut Sjónlistaverðlaunin
Samkvæmt plani fyrir hrun ætti ég að vera nýkominn frá Akureyri eftir að hafa verið vitni af Ragnari Kjartanssyni taka á móti Sjónlistaverðlaununum fyrir sýninguna The End.
Ég sé Ragnar ljóslifandi fyrir mér stíga lukkulegan upp á svið eftir að nafn hans hefur verið kallað upp og taka á móti orðunni. Hann mundi byrja á því að þakka fyrir sig og bera svo Elínu Hansdóttur og Hrafnkeli Sigurðssyni vott með því að segja að honum þætti mikill heiður að hafa verið tilnefndur með þeim. Í kjölfar þess mundi hann segja eitthvað smellið um Feneyjarævintýrið og rífa svo míkrófóninn af einhverjum leiðinlegum söngvara sem hefur verið fenginn sem uppfyllingarefni, hrópa svo á gömlu Trabantgaurana sem væru á meðal áhorfenda og saman tækju þeir lagið með Ragnari.
Þetta hefði verið kvöld Ragnars og ógleymanleg stund fyrir okkur hin, ef hún hefði gerst í alvöru, en þessi íslensku Turner verðlaun hafa hljóðlega verið verið skrúfuð af.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:26 | Facebook
Athugasemdir
Ég sé þetta líka fyrir mér. Það er náttúrulega skandall að Sjónlistaverðlaunin hafi verið blásin af. Mér skilst að það eigi að gera þetta miklu flottara á tveggja ára fresti en ég sé ekki alveg stuðið í því, frekar útvatnað. Það vantar allt úthald í hlutina hérna.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 5.11.2009 kl. 11:20
Sjónlistaverðlaunabíennallinn?
Ransu, 5.11.2009 kl. 17:17
haha þetta er mjög fyndin saga og já frekar líkleg útkoma. Ég vissi ekki einu sinni af því að það væri búið að blása verðlaunin af, svo hljóðlega var það gert!
Jóhanna H. Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.