Færsluflokkur: Mannréttindi
5.3.2009 | 11:20
Óvenjulega venjulegar myndir frá Guantanamo
Sýning Christophers Sims á ljósmyndum frá Guantanamo flóa í CAP í Washington hefur vakið athygli, ekki vegna hræðilegra ímynda af pyntingum eða ómannúðlegri meðferð á föngum, heldur vegna hversdagslegs yfirborðs.
Myndin hér að ofan sýnir t.d. sólbaðssvalir sem minna helst á einhvern túristastað þar sem menn sóla sig og drekka hanastél eða svaladrykki. En þegar betur er gáð að þá speglast gaddavírsgirðing og ljóskastarar til kvöldeftirlits í rúðunum á klúbbhúsinu.
Nokkrar myndanna sýna svæði þar sem börn fangavarðanna hafa verið að leik eins og myndin hér að ofan t.v. og svo eru myndir af matsölustöðum á Gantanamo. Myndin að ofan t.h. er frá Café Guantanamo en jafnframt má finna McDonald´s skyndibitastað innan gaddavírsgirðingarinnar.
Þá má sjá myndir af útivistar og -afþreyingarsvæðum fangavarða s.s. útibíói og ekki vantar net til að sparka í og skora mörk í fótbolta.
Þótt Sims hafi fengið leyfi frá yfirvöldum til að ljósmynda fanga og verði eða hermenn að þá kaus hann að hafa myndirnar mannlausar þannig að ímyndin beinist ekki að appelsínugulu búningunum eða einkennisklæðnaði fangavarðanna, því að á bak við hversdagslegt umhverfið leynist líka óhugnaður.
Fjallað er um þessar myndir Sims í Washington Post
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2009 | 13:18
Breskir ljósmyndarar mótmæla nýjum lögum um varnir gegn hryðjuverkum sem skerða frelsi þeirra og eru hrópandi vísir á misnotkun yfirvaldsins
Bretar herða enn lög í baráttu sinni gegn hryðjuverkum og skerpa um leið á stóra-bróður-samfélaginu.
Ný lög tóku gildi í Bretlandi á mánudaginn sem gefa lögreglu leyfi til að banna hverjum sem er að taka ljósmyndir. Hlýði viðkomandi ekki að þá má handtaka hann á staðnum og gera myndavélina upptæka.
Ljósmyndarar mótmæltu þessum lögum fyrir utan Scotland Yard í gær (sjá mynd)
Lögin eru sett til að geta hindrað hryðjuverkamenn í yfirlitskönnun. En eins og The Associated press hefur bent á að þá skerða þessi lög líka frelsi ljósmyndara og jafnframt má misnota þau því að lögreglan getur skýlt sér á bak við lögin og bannað myndatöku eða gert myndavélar upptækar t.d. í óeirðum þar sem lögregla kann að vera sek um óþarfa ofbeldi.
Menn þar úti hafa svosem áður misnotað lög um varnir gegn hryðjuverkum.
HÉR má lesa frétt um málið.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)