Færsluflokkur: Sjónvarp

Hvar eru ævintýrin?

bk_root_children_354Djö... er Stundin okkar orðin leiðinleg.

Mínir tveir yngstu nenna allavega ekki að horfa á þetta. Afneita stundinni og segja "þetta er ekki barnaefni" (svo ég vitni í þann næstyngsta).

Það er svosem besta mál ef þeir nenna ekki að horfa á þetta því að sjónvarpsgláp er ekki eftirsóknarverð iðja fyrir börn. Samt dapurt að þróunin á barnaefni sjónvarpsins sé í þessa áttina

Mér er minnistætt að Einar Kárason sagði í viðtali í Morgunblaðinu í sumar "Sögur þurfa ekki að kenna börnum umferðareglurnar" -eða eitthvað á þá leið .

Þetta endalausa gerilsneidda "educational" barnaprógram er alveg glatað og til þess gert að slökkva á ímyndunarafli barna. Vantar alla sköpun í þetta dót.

Þótt ævintýri kenni ekki umferðareglur eða hvernig maður eigi að hegða sér í leikhúsi að þá kunna þau að geyma yfirskilvitlega kennslu sem hjálpar börnum í þroskaferli sínu og gefa þeim (hug)myndir til að styðjast við þegar þau þurfa að takast á við tilfinningalegt efni.

Ég hef allavega bullandi trú á ævintýrum og sögum sem örva ímyndunaraflið.


Vettvangur fyrir skapandi efni

-tv-cartoonMenningarefni Ríkissjónvarpsins er yfirleitt í einhverskonar "infótainement" formi þar sem "infóið" og "entertainmentið" er hvorutveggja er í lámarki. 

RÚV er engu að síður vörður íslensks menningarefnis. En ég verð að játa að eitt áhorf á Gott kvöld hefur dugað mér út ævina.  Ég man ekki einu sinni hvaða gestir voru á skjánum.

Ég vil fá myndlist í sjónvarpið. Þó ekki væri nema smá og þá líka pínu vandað og reglulegt. Ekki bara myndir frá einhverri kaffihúsasýningu þegar stafir renna yfir skjáinn í lok fréttatíma.

Kastljós átti jú að sinna öllum menningarviðburðum og málefnum líðandi stundar. Mósaík þátturinn átti að renna þar inn, en dugði skammt.  Myndlistin var flautuð af.

Birgir Andrésson heitinn átti gullkorn í viðtali í Danmörku þegar hann benti á að Ísland væri sennilega eina landið í heiminum þar sem fjallað væri um myndlist í útvarpi en ljóð og bókmenntir í sjónvarpi.

Óneitanlega stendur Ríkisútvarpið sig betur en sjónvarpið í þessum efnum. En það er á skjön við eðli miðlana.

Sjónvarpið er í raun vettvangur fyrir sjónrænt skapandi efni. þar sem listin gæti verið til sýnis inni í stofu landsmanna, ekki sem heimild um listsýningu heldur sem listaverk í sjálfu sér.  Ekki "infótainment" heldur "artentainment".


mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband