Hvar eru ævintýrin?

bk_root_children_354Djö... er Stundin okkar orðin leiðinleg.

Mínir tveir yngstu nenna allavega ekki að horfa á þetta. Afneita stundinni og segja "þetta er ekki barnaefni" (svo ég vitni í þann næstyngsta).

Það er svosem besta mál ef þeir nenna ekki að horfa á þetta því að sjónvarpsgláp er ekki eftirsóknarverð iðja fyrir börn. Samt dapurt að þróunin á barnaefni sjónvarpsins sé í þessa áttina

Mér er minnistætt að Einar Kárason sagði í viðtali í Morgunblaðinu í sumar "Sögur þurfa ekki að kenna börnum umferðareglurnar" -eða eitthvað á þá leið .

Þetta endalausa gerilsneidda "educational" barnaprógram er alveg glatað og til þess gert að slökkva á ímyndunarafli barna. Vantar alla sköpun í þetta dót.

Þótt ævintýri kenni ekki umferðareglur eða hvernig maður eigi að hegða sér í leikhúsi að þá kunna þau að geyma yfirskilvitlega kennslu sem hjálpar börnum í þroskaferli sínu og gefa þeim (hug)myndir til að styðjast við þegar þau þurfa að takast á við tilfinningalegt efni.

Ég hef allavega bullandi trú á ævintýrum og sögum sem örva ímyndunaraflið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Sammála.

Bergur Thorberg, 15.1.2009 kl. 20:27

2 identicon

mikið var þetta hressandi og góðurpistill..

er svo sammála þér..við þurfum á ævintýri útí mýri að halda eins og að anda.. 

ef ég ætti ekki inní mér öll ævintrýin og álfa og tröllasögurnar sem ég nærðist á sem barn væri ég löngu dauð ..

taktu að þér barnatímann og lagaðu þetta!

anna joelsdottir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 20:28

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég stoppaði við Disneystundina fyrr í vikunni  í þeim tilgangi að gleðja sál mína. Ég hugsaði með mér að Disney klikkar ekki. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Mikki mús og félagar eru orðnir að nördum.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 15.1.2009 kl. 20:44

4 identicon

Samtíma myndlist hrjáist af sama vandamáli..er ekki sífellt verið að kenna fólki hvernig það eigi að upplifa myndlist og hvers konar myndlist? Almenningi finnst margt hund leiðinlegt, alveg eins og börnunum, engum finnst gaman að það sé talað "niður" til sín. Alveg eins og börnin þín segja.."þetta er ekki barnaefni"...segja margir "þetta er ekki myndlist". Þessi grein þín hefði allt eins geta verið skrifuð um "framsækna" samtíma myndlist. En ég er hjartanlega sammála börnunum þínum.

judas (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Ransu

Anna. Sé mig ekki sprella fyrir börn í sjónvarpinu. Allavega ekki í þessu lífi. 

Ólöf. Hef miklar efasemdir um ágæti Disney.

Júdas.  Þú segir nokkuð. Kannski er þetta myndlíking fyrir samtímalistir sem leitað hefur upp á yfirborðið djúpt úr undirvitundinni.

Rétt að kanna það frekar...

Ransu, 15.1.2009 kl. 23:02

6 identicon

..mitt húsráð er einfalt-

láta börn horfa sem minnst á sjónvarp,lesa fyrir þau  og leika við þau í staðinn og rækta og næra í þeim ævintýrin sem þau eru full af..

þú er dáldið skemmtilegur í dag ,Júdas spennt að vita hvað Ransu finnur út!

anna joelsdottir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Er alveg sammála þér....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.1.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband