10.1.2010 | 23:37
Banvænn Carnegie
Mér hefur alltaf þótt Carnegie sýningarnar vera eins og Lethal Weapon myndirnar, alltaf sama handritið en nýir sem leika vondu kallana.
Þannig hefur Carnegie alltaf sýnt sömu sneiðmyndina af Norrænni málaralist.
Í þetta sinn virðist handritið þó hafa verið einfaldað því eins og sýningin birtist nú í Listasafni íslands þá eru t.d. engin dönsk frásagnarmálverk, enginn Körner eða Tal R.
Mikið er um einhverskonar mónólist í afturhvarfi til Dada, Flúxus, Bauhaus og 60´s happenings.
Ég sá gjörning Anastasiu Ax á opnuninni sem Fréttablaðið birti á forsíðu. Það var svona "happening" í anda Hermann Nitsch og Allan Kaprow, nema að það virkaði aldrei sem Gjörningur með stóru G. Þetta var meira svona eins og "atrið" á sýningunni.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.