22.11.2007 | 18:30
Ragnar Kjartansson: Til hamingju Ísland
Jæja, þetta eru góðar fréttir. Ragnar kjartansson á biennalinn fyrir Íslands hönd. Mér fannst þetta liggja fyrir eftir síðustu sýningu hans, Guð, í Nýló og nefndi það við einn í velnefndinni, sem setti upp svip og sagði að það væri nú búið að velja á biennalinn. Pókerfeisið var þvílíkt að ég hélt að nefndin hefði þar með klúðrað dæminu og ekki valið Ragnar. Og viti menn!...
En hversvegna Ragnar?
Biennallinn hefur þróast frá því að vera háleit heiðursmyndlistarsýning í það að vera kaupstefna og skemmtisýning. Valið snýst þá um einhvern sem fittar inn í það. Annað, og ekki síður mikilvægt, er að hér er verið að velja útflutningsvöru sem kann að sveipa landinu dýrðarljóma í útlöndum (og í íslenskum fjölmiðlum) Og ég held að Ragnar sé maðurinn til þess.
Ég hef reyndar heyrt raddir segja að Ragnar sé of ungur og óþroskaður í myndlistinni. En máski er það líka svolítið spennandi að hann geti hvorutveggja gert eitthvað stórfenglegt eða þá klúðrað dæminu gersamlega. Ragnar er nefnilega óútreiknanlegur.
Til hamingju Ísland!
Flokkur: Menning og listir | Breytt 24.11.2007 kl. 00:23 | Facebook
Athugasemdir
Held að vænlegast sé að senda unga og spræka „keppendur“ í slíkt maraþon, sem Biennallinn er. Svo er drengurinn líka vel „showaður“.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 22.11.2007 kl. 19:10
Ég er ofsa ánægð með þetta, maðurinn er alveg frábær listamaður þótt ungur sé.
Ragga (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 18:31
Já, og svo má ekki gleyma að það eru tæp tvö ár í þetta. Það getur margt gerst í ferli listamanns á svo löngum tíma.
Ransu, 23.11.2007 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.