Dægurgagnrýni eða skjalavarsla?

pallbordÉg sat á gagnrýnendaþingi Morgunblaðsins í gær. Missti reyndar af umræðunni eftir að framsöguerindum lauk þar sem ég þurfti að sinna kennslu.  Margt kom fram á þinginu eins og er greint frá á menningarsíðum blaðsins í dag. Tímabært var að fá yfirlýsingu frá Fríðu Björk þess efnis að Morgunblaðið gagnrýndi eingöngu atvinnumenn í atvinnuumhverfi. 

Unnar Örn fjallaði frá púlti um gagnrýni frá sjónarhorni myndlistarmanns og vildi hann sjá gagnrýni sem umræðuvettvang.  Er ég svo hjartanlega sammála honum með það. En til þess að skapa umræðu þarf allavega tvo til, en undanfarin ár er hafa gagnrýnendur Mbl. verið á eintali. Sárvantar að minnsta kosti annað dagblað til að sinna þessu líka, þannig að sýning hafi allavega tvo póla, máski sammála eða ósammála, til að byggja umræðuna á..

Unnar benti líka á að þar sem listasagan hafi ekki enn verið skráð eftir 1960 eru sýningar skjalfestar með gagnrýni. Þetta var athyglisverður punktur því fyrir mitt leyti ætti blaðagagnrýni ekki að hafa þá ábyrgð að vera skalavörður Íslenskrar menningar.  Ég sé dagblaðsgagnrýni fyrst og fremst sem dægurgagnrýni.

Þessvegna er ég hlynntur stjörnugjöf fyrir myndlistardóma, sem einnig kom til tals á þinginu, því það yrði fyrsta skrefið í afstöðu með dægurgagnrýninni og um leið hendir blaðið skjalfestingarábyrgðinni frá sér.  Þetta er reyndar umræða sem hefur verið í gangi meðal gagnrýnenda um heim allan. Þ.e. hvort að gagnrýni eigi að standa sem heimild án dóms (s.br. descriptive criticism) eða vera dægurgagnrýni (s.br. Cultural art criticism).

En eins og Fríða Björk opinberaði á þinginu, að þá greinir okkur myndlistargagnrýnendum Mbl. á með þetta.

Vildi að ég hefði getað setið umræðurnar til að ræða þessi mál. En ég hef ekki náð að fullkomna andlegt ástand mitt svo að ég geti verið mörgum stöðum í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Íslensk myndlistarflóra er skrýtin; ekki ólík gróðurflóru landsins, þar sem lágróðurinn er fyrirferðarmestur, en hágróður á í vök að verjast. Annars er fínt að nú skuli vera komnar hreinar línur varðandi efnistöku gagnrýnenda mbl. og svona í framhaldi mætti taka upp umræðu um sjónvarp allra landsmanna og stefnu(leysi) þess í umfjöllun um myndlist hér á landi á...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.12.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Ransu

Pétur Gunnarsson rithöfundur minntist á í sínu erindi að í eitt sinn hafi dagblöð viljað að ná til lesenda, sjónvarp til áhorfenda og útvarp til hlustenda. Í dag eru allir að reyna að ná til neytenda, og skiptir þá ekki máli hvernig það er gert.

Ransu, 14.12.2007 kl. 00:41

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Algjörlega sammála þér með það að það vanti annað blað sem sinnir gagnrýni á sama hátt og mogginn gerir....góður pistill.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:56

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætis bloggpæling

Já áhugavert það viðfangsefni að myndlist er skjalfest (eða hvað við köllum það) með gagnrýni í blöðum. Það er svo aftur stórt umræðuefni hvernig eigi að varðveita myndlist á annað borð og hvernig hún er sýnd hverju sinni. Önnur form varðveislu eru jú í formi sýningarskráa og ljósmynda og hreyfimynda. Þau geta hæglega verið áreiðanlegri frá ákveðnum vinklum. Viðhorf breytast jú milli ára og það sem er hallærislegt í dag getur verið meistaraverk eftir 10 ár. Það sama getur átt við gagnrýnina sjálfa, spurning hvort endist betur, forsendur sem fara eftir tískubólum/ popular trends eða þær sem fara eftir akademískum innviðum. Svona sem dæmi.

Besta mynd af verkum er hugsanlega best fengin í gegnum umræður ýmsar og faglega samanburði. Þetta er vandgert í stuttum greinum.

Ólafur Þórðarson, 24.12.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband