Enga gagnrýni, takk!

big-JnViar02jpgAthyglisverð ákvörðun Guðjóns Pedersen leikhússtjóra Borgarleikhússins að svipta Jóni V. Jónssyni, leikhúsgagnrýnanda DV, frumsýningarmiðum.  Ástæðan ku vera  dómur Jóns Viðars um leikritin Endstation Amerika og Ræðismannsskrifstofan þar sem hann sagði m.a. að nálykt legði frá Borgarleikhúsinu.

Jón hefur aldrei verið nærgætinn gagnrýnandi en mér er spurn hvort rétt sé af leikhússtjóra að mismuna gagnrýnendum (og þá fjölmiðlum) með því að loka á einn þeirra á þeim forsendum að hann skrifi ekki að hans skapi, jafnvel þótt Guðjón kunni að hafa skoðanir á hlutverki gagnrýnenda sem Jón fellur ekki undir. 

Samband lista og listgagnrýni er "love-hate"-samband sem eðlilega ætti að fara í málefnalega umræðu þegar skoðanir skarast. Guðjón getur þannig séð gagnrýnt gagnrýnandann í orði en kýs þess í stað aðgerð sem er þá einhverskonar mótmæli eða yfirlýsing. Enda getur Jón haldið áfram skrifum þótt hann fari ekki á frumsýningu.

Í myndlistinni hef ég rekið mig á að "slæm" gagnrýni virðist ekki hafa áhrif á sölu listaverka. Í leikhúsi kann "slæm" gagnrýni að draga úr aðsókn og hafa þannig bein áhrif á innkomu.  Fjárhagslegir hagsmunir eru þá í húfi og því spurning hvort að aðgerð Guðjóns, sem sýnir það í verki að hann vilji enga gagnrýni frekar en óvæga gagnrýni, sé vegna umræðunnar eða innkomunnar?

http://www.visir.is/article/20080103/LIFID01/80103085

http://www.dv.is/frettir/lesa/3667


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þessi ákvörðun Guðjóns ber ekki vott um stórhug og víðsýni, hún einkennist af vanhæfni og þröngsýni. Ég hef ekki lesið gagnrýni Jón Viðars um tilteknar sýningar, en hef í gegnum árin lesið margt, sem komið hefur úr penna hans og haft gaman af; oft málefnalegur og raunsær og vissulega sérviskupúki. Þá ku Jón Viðar fást við myndlist í frístundum, en ólíklegt að hann haldi sýningu í náinni framtíð og þá helst af ótta við gagnrýni!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 4.1.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eins og ég skildi fréttina á RÚV þá var Jóni ekki hent út vegna gagnrýni á leiksýningu, heldur vegna dónaskapar við leikhússtjóra og áhorfendur, sem hann á að hafa sagt flýja sal leikhússins vegna nályktar leiðindanna sem legði af sviðinu. Ef hann hefur í raun og veru sagt þetta, þá finnst mér það satt að segja að það hljóti að vera hægt að orða leikdóm á smekklegri hátt en þetta.

Guðjón benti á að þó Jón sé ekki lengur frumsýningargestur í BOÐI leikhússins, þá sé honum enn fyllilega heimilt að koma á frumsýningar, tími DV að borga fyrir hann miðann. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Ransu

Held að Jón þurfi ekki að óttast gagnrýni ef hann sýnir myndlistaverk sín. Það er bara Mogginn sem sinnir myndlistargagnrýni og eins ritstjórnarfulltrúi menningar á MBl. hefur lýst yfir að þá skrifar Mogginn bara um atvinnumenn í atvinnuumhverfi.

Ransu, 5.1.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband