Einkennileg aðgerð

gudjonJæja, þá skýrast línur eilítið með Guðjón leikhússtjóra Borgarleikhússins og Jón Viðar leikhúsgagnrýnanda DV, en í Morgunblaðinu er frétt og viðtöl vegna afnáms á frumsýningarmiðum Borgarleikhússins til Jóns.

 Eins og ég greini frá í síðasta bloggi að þá virkar þetta frekar óréttlát og einkennileg aðgerð í garð fjölmiðils og gagnrýnanda að hálfu leikhússtjórans, burt séð frá áliti hans á Jóni.  Málið snýst augljóslega um ósætti Guðjóns við gagnrýni Jóns á leikhúsið og leikhússýningar og aðgerðin er fyrst og fremst yfirlýsing frá Guðjóni en ekki nálgunarbann á Jón við Borgarleikhúsið.

Réttlæting Guðjóns á aðgerðinni er að hann sé að taka upp hanskann fyrir áhorfendur leikhússins,  En í dómnum segir Jón "Borgarleikhúsið breytist í grafhýsi. Snobbliðið mætir til að klappa, en almenningur finnur nályktina, sem leggur langar leiðir, og flýr á brautu“.

Með þessu segir Guðjón að Jón segi að áhorfendur séu fífl, "svona dónaskap við mína gesti líð ég ekki“, bætir hann svo við. Þetta er gegnsæ hula að mínu mati, enda vegur Jón hart að starfi Guðjóns í dómi, og túlkunin "fífl" er eitthvað sem Guðjón býr til, alveg upp á eigin spýtur. Snýst þetta þá hvorki um umræðu né innkomu, eins og ég velti fyrir mér hér að neðan. Þetta er bara persónulegt.

Hins vegar flokkar Jón leikhúsgesti í snobblið og almenning og slíkt er varla í verkhring okkar gagnrýnenda.


mbl.is „Gagnrýnendur eiga að vera mannbætandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mér finnst bara erfitt að taka mark á gagnrýni Jóns svona yfirleitt vegna orðalags sem hann notar...verkar fyrir vikið ófaglegur og kemur út eins og hann sé krónískur fýlupúki..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.1.2008 kl. 20:19

2 identicon

Augljóst hversu vanhugsað þetta var að hálfu Peddarans.

Myndin af honum sýnir líka hvar hann er að drulla uppá bak.

Hrafnhildur, Það að Jón Viðar notar stór orð og orð sem þér eru ókunnug þýðir ekki að hann sé ófaglegur, hann er þvert á móti vel að sér og faglegur fram í fingurgóma.

Fenrir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Ransu

Ég skil viðhorf Hrafnhildar að taka ekki mark á gagnrýni Jóns.  Svipað var oft uppi á teningnum með Hannes Lárusson þegar hann skrifaði myndlistargagnrýni í DV, að fólk kaus að sjá það versta. Og það er vissulega erfitt að lesa neikvæðni oft í röð.

Ég er þó sammála Fenri að Jón Viðar er ekki ófaglegur. Í raun er hann frekar skarpur í faginu. Hann notar aðferð sem er ekki öllum að skapi. Ekki ósvipuð aðferð og Hannes notaði, sem byggist á niðurrifi sem grunn að endurskoðun og uppbyggingu.  Það er hins vegar álitamál hvort þessi aðferð  virkar. Hún gerir það allavega ekki hjá Jóni í garð Guðjóns.

Ransu, 5.1.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fenrir....í sjálfu sér eru það ekki orð Jóns sem ég skil ekki ( er með sæmilegan orðaforða) heldur eru það lýsingarorð Jóns sem fara fyrir brjóstið á mér og það er það sem mér finnst ekki faglegt... veit að kallinn er vel góður í sínu fagi en mér finnst hann taka sig niður á lægra plan með  þessu orðavali .....

Gagnrýni.....að rýna til gagns.....humm það segir nú svolítið.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.1.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Bergur Þór Ingólfsson

Þetta er einföld aðgerð til þess að mótmæla því að gagnrýnendur fjölmiðla geti hagað sér eins og sumir barnalegir bloggarar sem leyfa sér að hrauna yfir hvað og hvern sem er fyrir eigin geðvonsku (sjá:  http://beggipopp.blog.is/blog/beggipopp/entry/351433/ )  Og viti menn, það virkar!!!  Skoðið bara umfjöllun Jóns um Jesus Christ Superstar.  Þar sést einbeitttur vilji til betrumbóta í faglegum inngangi. 

Bergur Þór Ingólfsson, 10.1.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Bergur Þór Ingólfsson

Eitthvað kann ég illa á þetta: 

http://beggipopp.blog.is/blog/beggipopp/entry/351433/

Bergur Þór Ingólfsson, 10.1.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband