19.1.2008 | 17:14
Hulda fékk Guðmundu
Hinn árlegi styrkur úr sjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sem Erró stofnaði til minningar um móðursystur sína, og er ætlaður til listakvenna, var afhentur í dag . Styrkinn, sem nemur 250.000 krónum, hlaut Hulda Stefánsdóttir. Spurning hvort ekki væri ráð að hafa þetta annað hvert ár og hækka upphæðina um helming.
En auðvitað er þetta spurning um heiðurinn og er Hulda komin í góðan hóp listakvenna. En áður hafa þær Ólöf Nordal, Finna Birna Steinsson, Katrín Sigurðardóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sara Björnsdóttir, Þóra Þórsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir og Hekla Dögg Jónsdóttir hlotið þennan sama heiður.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Athugasemdir
Flott mál að Hulda hafi fengið þennan styrk.
Ólafur Þórðarson, 28.1.2008 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.