Cai Guo-Qiang

Cai Guo QuangÞað er ljóst að eitt skot til Austurríkis (sjá síðustu bloggfærslu) dugar ekki.  Ég held að yfirlitsýning Cai Guo-Qiang, "I want to belive" í Guggenheim safninu í New York sé líka "must see" sýning.

Guo-Qiang, sem er fæddur í Kína árið 1957,  en er búsettur í Japan og New York. Hann varð fyrst þekktur um miðjan tíunda áratug síðustu aldar fyrir sprengjugjörninga og var púður megin uppistaða í flestum verka hans. Hann færði sig síðar yfir í umfangsmiklar "installasjónir"

Guo-Qiang er frábær listamaður. Ég sá sýningu frá honum á þaki Metropolitan safnsins í hittifyrra. Þar hafði hann safnað "vopnum" (þ.e. vasahnífum, borðhnífum, skærum, göfflum ofl.) sem höfðu verið tekin af farþegum á JFK.

Cai CrocodileÞessum "vopnum" var svo stungið í 3,5 metra langa Krókódíla sem hann raðaði á hekk sem liggur eftir þakröndinni.  Á miðju þakinu var svo 5 metra há glerplata sem stóð eins og glerturn upp í loftið og speglaði umhverfið. Lá því fyrir að tengja sýninguna óttaáróðri og 9/11. Og var Guo-Qiang þannig ennþá að fást við sprengingar.

Það gerir hann einnig í Guggenheim. En samkvæmt Robertu Smith gagnrýnanda er sýningin "action packed" og maður heyrir stöðugar sprengingar út um allt safnið.

Myndir: (efri) Eitt af verkum Guo-Qiangs sem er reyndar í annarskonar útfærslu í Guggenheim.

(Neðri) Frá sýningunni á þaki Metropolitan safnsins

Hér er svo linkur á heimasíðu listamannsins. http://www.caiguoqiang.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband