22.3.2008 | 23:51
Menningarlega tengt fréttaefni Ríkissjónvarpsins er komiđ á botninn.
Vegna athugasemda sem komu á síđasta bloggi ákvađ ég ađ líta á vefsjónvarp RÚV og hlusta á viđtal sem birtist í kvöldfréttum á skírdag viđ íslenska listakonu sem var ađ opna sýningu í Lundúnum og sćkir innblástur sinn til plánetunnar Vulkan.
Ég ţekki reyndar ágćtlega til Vulkan og hef hlustađ af athygli á Dr. Spock segja frá plánetunni. En honum láđist, í ţeim Star Trek ţáttum sem ég hef séđ, ađ minnast á myndlistarstrauma hjá hinum eyrnastóru Vulkönum. Ţađ kemur vissulega á óvart hve straumarnir minna svakalega á svarta tímabil Guđrúnar Einarsdóttur í einhverjum "Free flow" damask búningi. Auk ţess upplifđi ég Spock, eđa ađra Vulkana sem komu fram í ţáttunum, aldrei sem "Free flow" náunga. En svona veit mađur nú lítiđ um listir á öđrum plánetum.
Verk ţessarar jarđnesku listakonu hafa áđur ratađ í af listum pistil hjá mér í Morgunblađinu svo ég vona ađ menn túlki ekki ţannig ađ ég sé ađ leggja hana í einelti. En ég forđađist í frágreindum pistli ađ nefna hana á nafn, enda snérist málefniđ um stöđu gagnrýnenda á Íslandi í blönduđu myndlistarlandslagi ţar sem lítill greinarmunur er gerđur á atvinnu- eđa áhugamennsku. Og á ţađ sérstaklega viđ um nálgun fjölmiđla viđ myndlistina.
Ţađ sem sló mig nú voru ófagleg vinnubrögđ fréttastofu Ríkissjónvarpsins og hve umsjónamenn ţar á bć eru gersamlega úr öllum takti viđ samtímalist og bókstaflega úti í geimnum ţegar kemur ađ málum myndlistar. Nóg hefur mér ţótt um ađ sjá myndir frá kaffihúsasýningum renna međ texta í lok fréttartíma. En ađ birta ţetta viđtal í fréttatíma er stofnuninni til háborinnar skammar og er til sönnunar um hve Ríkissjónvarpiđ er skammt á veg komiđ í menningarlega tengdu fréttaefni.
Vćntanlega hefur ţorri ţeirra sem sáu viđtaliđ haldiđ ađ ţetta vćri grín. Og vissulega var ţetta á sinn hátt fyndiđ, en ađ sama skapi sorglegt ađ sjá í fréttum RÚV!
Hér er hlekkur á viđtaliđ.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397870/13
Flokkur: Menning og listir | Breytt 23.3.2008 kl. 11:33 | Facebook
Athugasemdir
Ţetta er ađ mínu mati dćmi um handahófskennda og geđţóttastýrđa ritstjórn sjónvarpsins í myndlistarumfjöllun. Ţađ má spyrja hvort ćttarnafn listakonunnar hafi vakiđ sérstaka athygli fréttastjórans. Varla viđ hana ađ sakast fyrir ţađ. Verkin á sýningunni og hugmyndafrćđin stendur ekki undir ţessu sem frétt eđa listviđburđi, hvađ sem síđar kann ađ verđa uppi á teningnum hjá listakonunni.
Kristbergur O Pétursson, 23.3.2008 kl. 11:46
PS. Ég veit ekkert um ţessa listakonu, menntun, feril eđa annađ. Verkin minna auđvitađ strax á verk Guđrúnu Einars fyrir ţessa međhöndlun á olíumálningu. Sigurđur Guđmundsson gerđi svipađa hluti í málverkum í kringum 1985 ef ég man rétt. Ég man eftir risastóru Kjarvalsmálverki sem ég sá á sýningu ţegar ég var 12 ára. Ég gat stungiđ fingri inn í pensilförin. Sennilega er Rembrandt upprunalegur meistari impastomálunar og gerđu samtímamenn hans grín ađ honum fyrir ađ mála portrett svo ţykkt ađ hćgt vćri ađ taka myndirnar upp á nefinu.
Ég gerđi tilraunir međ impasto á árunum 1990-1992, undir áhrifum frá ţessum körlum, sérstaklega Sigga, enda hafđi ég veriđ í námi í Hollandi og séđ verkin hans.
Kristbergur O Pétursson, 23.3.2008 kl. 12:26
Blessi ţig í Páskaljósinu !
Steina
Steinunn Helga Sigurđardóttir, 23.3.2008 kl. 13:11
Ég hef nú meiri áhyggjur af fréttum í Morgunblađinu ţví í ţví blađi (ţínu blađi) er stefnan markviss. Fréttir af sigrum dóttur menningarritstjórans eru til dćmis mjög áberandi. Ţú ert kannski ekki rétti mađurinn til ađ rćđa ţađ mál en einhver ćtti ađ taka ţađ ađ sér. Ćtli planiđ sé ekki ađ koma stelpunni á Feneyjartvíćringinn?
B.A. (IP-tala skráđ) 2.4.2008 kl. 11:44
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.