Hlustað á þögnina

Á skírdag klukkan 13.00 var klukkutíma hljóðþáttur um þögn frumfluttur í Ríkisútvarpinu í tilefni af sýningunni Þögn í Hafnarhúsinu. 

Þátturinn heitir Hún, sem skiptir öllu máli og er í umsjón Guðna Tómassonar sem ræðir við ýmsa fræðimenn, listamenn (þ.á.m. þá sem eiga verk á sýningunni) og undirritaðan sem sýningarstjóra Þagnar.

Þátturinn verður endurfluttur klukkan 23.00 í kvöld, annan í páskum.
Hér er líka hlekkur á þáttinn á netinu http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4401535
Hvet alla til að hlusta á vangaveltur um þögnina í kvöld eða á netinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband