Dave Hickey og myndlistarkennslan

davehickeyÉg á tvo uppáhalds myndlistargagnrýnendur,  þá Jerry Saltz og Dave Hickey, báðir Bandaríkjamenn en afar ólíkir gagnrýnendur. Báðir flokkast þeir samt sem lýrískir gagnrýnendur. Þ.e. að gagnrýni þeirra er á við bókmenntaverk.

Ég ætla að geyma að segja frá Saltz og byrja á Hickey.

Dave Hickey er sennilega orðhittnasti penninn í bransanum, glettinn en beittur. Hann býr í Las Vegas (og vill hvergi annarsstaðar búa en þar sem er nóg af "Slot"-maskínum).  Hann skrifar "freelance" og er höfundur tveggja frábærra bóka um myndlist og gagnrýni; "The invisible dragon" og "Air guitar".

Hann er yfirlýstur andstæðingur akademískrar kennslu (Er sjálfur prófessor í Ensku við Háskólann í Las Vegas)

Hér eru nokkrir punktar frá honum til kennara (og nemenda) sem mér þótti allavega áhugavert að lesa og svara fyrir mig sjálfan sem stundakennari við LHÍ undanfarin ár.

* Teaching Art should be student centered.

* Art should be "The best of an Artist," not a reflection of or a reaction to the usual codependent dysfunctional grad school family of competitive professors and competitive students.

*Art professors do not need to be unlicensed psychotherapists nor parental authority figures.

'Three year grad programs are the best, where students are left alone at first to find out what they want to do, before the faculty messes with them.

'Two year programs are the worst, where professors mess with students from the beginning, resulting in the students never knowing where they want to go with their art. 

*Grading is impossible, because it insults and destroys an artist's Soul. The alternative of blindly handing out Bs does likewise.

*Young artists need a form of "sibling support" taking place among their own generation.

*[Artists, like doctors and lawyers, need to learn to set up a "practice."] Art Students should be "interns" for their art careers. Grad schools need to educate and nurture eventually practicing, producing artists, not more academics.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverðir punktar fyrir nemann að lesa, skemmtilegt að þú skulir íhuga þá í samræmi við kennsluna.

Ragga (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Þetta er umhugsunarefni fyrir bæði nemendur og kennara í listum á háskólastigi. Í heildina sýnist mér hann vera að benda á spurninguna: hvernig er hægt að kenna list.

Teaching Art should be student centered, segir hann, væntanlega að meina einstaklingsmiðaðar áherslur í kennslu, hver nemandi er jú einstakur og við erum það öll. Best væri að öll kennsla í öllum skólum gæti miðast við óskir og þarfir hvers nemanda. En oft eru nemendur aðeins með óljósa og ómótaða innri þörf og gengur illa að vita hvað hann vill. Það hlýtur að vera hlutverk kennara að hjálpa nemandanum að greina stöðuna svo hann nái áttum og geti þá séð hvað hann vill og hvort hann sé á réttri hillu yfirleitt.

Kristbergur O Pétursson, 4.4.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Það er alls ekki víst að nemandanum takist að finna sig og ná áttum, strax í skóla, og ekki sanngjarnt af skólanum að krefjast þess. "Hvað ætlarðu að verða? Þú verður að eiga eitthvað erindi inní samfélagsumræðuna..."

Það getur tekið starfandi listamenn langan tíma að finna fjölina sína. Sumir ná ekki að blómstra fyrr en á efri árum og það er allur gangur á þessu.

Kristbergur O Pétursson, 4.4.2008 kl. 09:22

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta eru mjög áhugaverð viðhorf hjá Dave Hickey. Takk fyrir að benda á þetta Ransu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 4.4.2008 kl. 09:23

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

*Grading is impossible, because it insults and destroys an artist's Soul.

Þessi finnst mér líka góð og kveikir þá spurningu- hvort hann gefi stjörnur í gagnrýni? Eða svo sé vísað til greinarinnar þinnar í dag í mbl.

María Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Ransu

Hef ekki séð stjörnur frá Hickey þar sem að hann hefur hingað til skrifað í fagtímarit en ekki dægurfjölmiðil sem gegnir misskildu hlutverki. 

Bendi þér á, María, að lesa greinina aftur og skoða rökin fyrir stjörnunum. Yfirlýsinguna sem þær standa fyrir.

Ransu, 4.4.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég las hana tvisvar. Og ég á vafalaust eftir að lesa hana og Jón Sen aftur í TMM. Þetta vefst nokkuð fyrir mér. Einkum: hver getur viðmiðunin verið? En ég segi eins og Hlynur, takk fyrir ábendinguna.

María Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 16:53

8 Smámynd: Ransu

María: Hver er munur á að segja "2 stjörnur" í stað "sæmilegasta sýning hjá...", "3 stjörnur" í stað "góð sýning hjá..." eða "4 stjörnur" í stað "Þetta er virkilega góð sýning hjá..."?

Þetta er reyndar umræða sem snertir það hvort gagnrýnandi  eigi að vera lýsandi en ekki dæmandi og ég hef m.a. skrifað um þetta í Lesbók sem hét "Einu sinni var gagnrýni").

Og hvað varðar einkunn í myndlistarskóla  að Þá má ekki gleyma að stjörnurnar fylgja með 200 - 300 orða texta um sýningu eða verk. Einkunn fylgir ekkert slíkt. Bara 5,6,7,8,9...

En þetta er eflaust efni í bloggfærslu.

Ransu, 4.4.2008 kl. 17:29

9 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Hvort gagnrýnandi eigi að vera lýsandi en ekki dæmandi? Það er nú það...

Ég tel að gagnrýnandi geti ekki verið aðeins dæmandi, kveðið upp dóm um listviðburð eða listaverk, án undangenginnar lýsingar og greiningar sem fylgir dómnum. Mér finnst meira púður í gagnrýni sem inniheldur hvorttveggja lýsingu og dóm. Óþarfi að fælast dóma í gagnrýni enda sjaldnast um neina Stórudóma eða lokadóma að ræða. Gaman væri að sjá tvo eða fleiri gagnrýnendur koma með andstæð sjónarmið annað slagið á einn og sama listviðburðinn. 

Mér sýnist stjörnugjöf bæta litlu við...og þó.  Fimm stjörnur grípa athygli lesandans og það gerir ein stjarna líka. Þrjár stjörnur gera það síður. Kannski er það tilgangurinn með stjörnum, að grípa athygli lesandans, gott mál ef það tekst. Það er samkeppni um athygli á síðum dagblaða eins og annarsstaðar.

Kristbergur O Pétursson, 5.4.2008 kl. 08:29

10 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Myndlistargagnrýni Guðbergs Bergssonar á sínum tíma hlýtur að flokkast undir lýríska gagnrýni. Hann var sér á báti og alveg kostulegur á köflum. Hann skrifaði í Helgarpóstinn, Bragi í Moggann, Aðalsteinn í DV., man ekki hver skrifaði í Þjóðviljann, ef þá nokkur. Þessir gagnrýnendur voru ekki alltaf á einu máli um hlutina og það var gott, mjög gott að sjá andstæð sjónarmið. Það er bara eðlilegt, óhjákvæmilegt og nauðsynlegt, að takast á og rökræða og mér finnst þetta vanta í dag nema mér yfirsjáist eitthvað.

Kristbergur O Pétursson, 5.4.2008 kl. 08:59

11 Smámynd: Ransu

Kristbergur hittir þarna á ritstjórnarlegt sjónarmið. En svo virðist sem að gagnrýni sé meira lesin eftir að stjörnur fylgdu. Eða sú var allavega reynslan í tónlistargagnrýni. Veit þó ekki hvernig þetta er reiknað. Sennilega bara með skoðanakönnunum.

En hárrétt hjá Kristbergi að það þyrfti tvo eða fleiri dóma um sama listburðinn. Gagnrýni á nefnilega að vera partur af umræðu, en eins og staðan er í dag á íslandi að þá er hún eintal okkar á Morgunblaðinu.  Sem er þá líka ástæða fyrir því að þurfi að gefa þau skilaboð (með stjörnugjöf) að gagnrýni Morgunblaðsins sé dægurgagnrýni, ekki heimildin sjálf sem er geymd til frambúðar.  Einhverjir aðrir þurfa að sinna heimildarsöfnun og skjalavörslu samtímalistar.

Ransu, 5.4.2008 kl. 09:10

12 Smámynd: Ransu

Jú, Kristbergur, Guðbergur er gott dæmi um lýrískan eða ljóðrænan gagnrýnanda (poetic art critiscism).  Spurning hvor Ólafur Kvaran hafi ekki skrifað í Þjóðviljann á þessum tíma?

Ransu, 5.4.2008 kl. 09:23

13 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Já, eða Gunnar Kvaran.

Kristbergur O Pétursson, 5.4.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband