Rokk og ról Búdda

jon_saemundurFór loksins á sýningu Jóns Sæmundar Auðarsonar í 101 galleríi. Það er mikið líf í jóni (sérstaklega miðað við það að hann kallar sig "Dead")

Sýningin heitir "Undraverður rafmagnaður talandi hellir" og túlka ég titilinn sem sýn á manneskjuna (samkvæmt Búddisma er manneskjan tóm), en Jón tekur fyrir trúarbrögð, skapar altari þar sem Búdda er í aðalhlutverki, en Kristur í aukahlutverki. 

Þessi undraverði talandi hellir er væntanlega hugarheimur Jóns sjálfs og er hann líka samkvæmur sjálfum sér þar, jafnvel þegar hann er í Búddískum hugleiðingum. Hann rokkar við altari (í videói) og útlitið er þetta svarthvíta Gothik - The Raven- sem hann er þekktur fyrir. Semsagt Bauhaus stíll í fyrirrúmi. (þ.e. hljómsveitin Bauhaus, ekki geometríuhópurinn gamli)

Þetta er heilmikil innsetning, táknfræðin nokkuð hittin en samt virkar nálgunin hispurslaus og tilfinningaleg og þannig talar sennilega rokkið og búddisminn saman.

 Ég hefði viljað sjá hann taka rýmið fastari tökum. Sýningin virkar dálítið eins og að hún sé bara í hálfu rýminu. Jón er engu að síður flottur í rokk og ról búddisma. Mæli með sýningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband