Deiglan á laugardaginn

gveraspectatorAllir bloggvinir og aðrir sem búa eða eru á Akureyri eða nágrenni á laugardaginn. 

Komið endilega á opnun minnar ekta konu, Guðrúnar Veru Hjartardóttur í Deiglunni.

Sýningin heitir Áhorfandi og opnar klukkan 14:00.

Myndin sem fylgir er fyrsti áhorfandinn sem hún mótaði árið 1996 og er í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Hann er ekki á sýningunni.

Ég er farinn Norður...

...sjáumst

Hér eru stuttar vangaveltur Veru í texta...

*********

Áhorfandi

Áhorf er gagnvirkt. Sá sem horfir og það sem horft er á horfir í raun til baka.

Þannig hugsa ég listaverk. Sem ígildi áhorfanda.

Listaverkið er staður þar sem áhorfandinn sér sjálfan sig. 

Á milli listaverks og áhorfanda skapast rými. Annars vegar rými sem er mælt í fjarlægð á milli hlutar og manneskju og hins vegar innra rými, sálræn tenging gegn um upplifun.

Ég hef unnið með þetta rými síðan ég mótaði minn fyrsta áhorfanda árið 1996, sem situr á svölum, áhugalaus og daufur í bragði.

Fyrir sýninguna í Deiglunni kviknaði forvitni að sjá hvar áhorfandinn er staðsettur þegar listaverk horfir á listaverk, ígildi áhorfanda gengt ígildi áhorfanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi að það væri styttra á Akureyri, alltaf einhverjir spennandi hlutir að gerast þar og alltaf missi ég af.

Óska ykkur báðum góðs gengis og til hamingju með sýninguna. 

Ragga (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Því miður komst ég ekki, var austur í Aðaldal. Kannski lít ég inn í Deigluna við tækifæri, það er ekki langt að fara fyrir mig. Gleðilegt sumar!

Svavar Alfreð Jónsson, 24.4.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Góða ferð norður og góða skemmtun. Þetta eru athyglisverðar pælingar. Kannski er Húbert Nói á svipuðum slóðum þegar hann málar mynd af eigin málverki hangandi á vegg. Kemur líka upp í hugann þegar Gunnar Karlsson málaði þrjár andlitsmyndir á sama tíma allar eins, það var einskonar spurning um hvað er frummynd og hvað er eftirmynd. 

Það er alltaf einhver gagnvirkni í gangi. Stundum má segja að listaverkið lesi áhorfandann betur en hann les listaverkið. Það lýsir sér t.d. þegar áhorfandinn er skilningslaus, fordómafullur eða hneykslaður. Það getur líka lýst sér í því þegar listaverkið vekur upp eitthvað innra með áhorfandanum, eitthvað sem opnar augu hans og víkkar skynjun hans, honum að óvörum.

Kristbergur O Pétursson, 25.4.2008 kl. 08:59

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með konuna þína hún gerir falleg verk.

Takk fyrir yndislega bloggvináttu í vetur

knús í krús

frá mér steinu

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 06:36

5 Smámynd: Ransu

Takk fyrir, öllsömul

Ransu, 27.4.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Flott sýning. Það hefðu bara mátt vera fleiri á opnuninni. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.4.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband