Rýmið á milli

VeraAhorfandi_VefSýning Guðrúnar Veru Hjartardóttur, Áhorfandi, opnaði í Deiglunni á Akureyri á laugardaginn var.

Þetta var huggulegasta opnun.

Sýningin er samsett úr skúlptúr og vídeói.

Fyrst ber að huga að því að rými Deiglunnar er ekki þetta dæmigerða kubbarými. Þetta er stórfurðulegt rými með tröppugangi sem endar í vegg og nýtist því vel sem bíósýningarsalur.

Veraahorfandi_figGuðrún Vera nýtir sér þessi sérkenni rýmisins þannig að fígúra, ein og yfirgefin, situr á einni tröppunni og horfir á bíótjald.

Myndskeiðið á tjaldinu er í hægagangi og sýnir þéttsetnar tröppurnar af fólki sem situr og horfir til fram.  Myndskeiðið (sem var tekið í Deiglunni) er spegilmynd rýmisins frá sjónarhorni fígúrunnar

Áhorfandi (þú eða ég) sem kemur inn í salinn lendir þarna á milli.  Honum er meinaður aðgangur að tröppunum þar sem fígúran situr. Hann horfir á þrívíðan veruleikann í fjarlægð eins og tvívíða myndina og er staðsettur í rými á milli listaverks sem horfir á listaverk eða ígildi áhorfanda sem horfir á ígildi áhorfanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

'Eg er  þátttakandi í verkinu, sit í annari röð fyrir miðju, komst því miður ekki til að sjá sýninguna sjálfa, var á kafi í próflestri...til lukku með konuna þína

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.4.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Ransu

Takk, sá þig þarna í röðinni og þekkti af mynd.

Gangi þér vel í prófunum.

Ransu, 28.4.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já þetta er flott konsept. Kem til landsins um helgina, verður sýningin enn uppi?

kv. 

veffari 

Ólafur Þórðarson, 29.4.2008 kl. 03:50

4 Smámynd: Ransu

Já, Veffari. Sýningin er til 11. maí.

Ransu, 29.4.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband